Listamenn

Hveragerði – aðsetur listamanna

Hveragerði – aðsetur listamanna

Útskriftarsýning BA-nema í arkitektúr fór fram á Kjarvalsstöðum í maí, en þann 23. júní kl. 16:00 verður sýning á verkum þeirra opnuð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Lokaverkefni arkitektanemanna í þetta skiptið gengu út á að móta aðsetur listamanna í Hveragerði. Var sérstaklega horft til þess hversu listir og listamenn hafa verið áhrifamikið afl í mótun bæjarins. Endurnýting gamalla gróðurhúsa, byggingar á virku hverasvæði og aðsetur fyrir sirkuslistamenn eru á meðal þeirra hugmynda sem fram komu í lokaverkefnum nemenda í arkitektúr við LHÍ.

Listamanna residensía

Lengi hefur tíðkast að listamenn, hönnuðir, fræðimenn og vísindamenn setjist tímabundið að á nýjum stað í þeim tilgangi að íhuga, endurnærast og upplifa samhliða fjölbreyttari hliðar á vinnu sinni; listsköpun, hönnun, rannsóknum eða framleiðslu.

Meginhlutverk slíkrar starfsemi er tvíþætt. Annars vegar að gefa þeim sem dvelur, gestinum, tækifæri til að kynnast nýrri menningu, nýju fólki og nýju umhverfi sem, oftar en ekki, verður til að opna augu hans fyrir nýjum nálgunum, efnum, hugmyndum, lausnum og leiðum í vinnu sinni. Á hinn bóginn eru slíkar heimsóknir ekki síður mikilvægar fyrir gestgjafann, samfélögin sem taka á móti gestunum. Í mörgum tilfellum verða gestkomandi virkir meðlimir í samfélaginu og hafa bein áhrif á það með samtali, samstarfi, viðburðum og inngripum
í ólíka þætti samfélagins. Þannig geta gestirnir haft jákvæð áhrif, veitt heimamönnum innblástur og stuðlað að betra og öfugra samfélagi. Aðrir gestir taka minna þátt á beinan hátt í samfélaginu á meðan dvölinni stendur, draga sig í hlé og kjósa að nýta rýmið sem þeir hafa til umráða og umhverfið á annan máta. Engu að síður vinna þeir með reynsluna sem og upplifun af staðnum og geta virkjað hann með nýjum tengingum og verkefnum sem kallast á við staðinn á einn eða annan hátt. Á hvorn veginn sem er verður staðurinn ríkari fyrir vikið.

Listamanna residensíur eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Þær geta verið hluti af stærri stofnunum, söfnum, skólum, fyrirtækjum, bæjarfélögum eða óháðar sjálfstæðar einingar. Starfsemin getur verið árstíðabundin eða samfelld árið um kring og lengd dvalar er fjölbreytt og ræðst af þeim verkefnunum sem unnið er að hverju sinni. Fjöldi þeirra sem dvelja í residensíu á hverjum tíma getur einnig verið margbreytilegur. Það er engin ein rétt formúla fyrir residensíu en flestar eiga þær þó það sameiginlegt að byggja sérstöðu sína á einkennum þess staðar sem þær eru staðsettar á.

Verkefnið

Nemendur áttu að hanna residensíu sem býður upp á dvalar-, vinnu- og sýningarstað fyrir listamenn. Residensían skyldi staðstett innan bæjarmarka Hveragerðis og starfsemi hennar skyldi að einhverju leyti tengjast við auðlindir, innviði, og sérkenni staðarins. Nemendur máttu ákveða staðsetningu, vægi og fjölda bygginga og skyldu rökstyðja nálgun sína með vísun í verkefnið og staðinn.

Nemendum var einnig frjálst að velja hvort þeir nýttu sér mannvirki bæjarins, og prjónuðu á einhvern hátt við þau og þá starfsemi sem fyrir er, eða hvort þeir völdu að nálgast residensíuna sem stakstætt/stakstæð mannvirki.

Áhersla var lögð á að nemendur sköpuðu heildræna sýn fyrir verkefnið og sýndu hvernig hið manngerða umhverfi er hugsað í samhengi við hlutverk sitt og samfélagið í Hveragerði - hvernig getur arkitektúr fléttað saman stað og starfsemi og fest í sessi listamannabæinn Hveragerði?

Nemendur

Andrea Sif Hilmarsdóttir, Elías Beck Sigurþórsson, Ellert Björn Ómarsson,
Elma Klara Þórðardóttir, Hildur Helga Pétursdóttir, Hulda Ragnhildur Hjálmarsdóttir,
Kristín Guðmundsdóttir, Matthildur Hafliðadóttir, Ríkharður Már Ellertsson,
Sarah Daisog Mangubat, Sturla Hrafn Sólveigarson, Viktoría Hrund Kjartansdóttir
og Þórbergur Friðriksson

Hér má sjá dæmi um úrvinnslu.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn