Listamenn

Krummi og hinir Alpafuglarnir

Krummi og hinir Alpafuglarnir

Krummi og hinir Alpafuglarnir

www.krummi.at

Kvintettinn, með rætur í Austurrísku Ölpunum, leikur af fingrum fram nýjar og hressilegar útfærslur af íslenskri þjóðlagatónlist. Hljómsveitin „Krummi og hinir Alpafuglarnir“, sem skipar fjóra hljóðfæraleikara og íslenska söngkonu, Ellen Freydís Martin, leiðir saman gamlar íslenskar þjóðvísur sungnar á íslensku við tóna austurrísku alpanna. Úr verður einstök samblanda ólíkra tónlistarhefða og tónlistarstíla sem bæði gleður og örvar ímyndunarafl hlustandans. Hljómsveitarmeðlimirnir frá Íslandi, Austurríki og Slóveníu eru allt faglistafólk með fjölbreyttan og metnaðarfullan bakgrunn. Þeim hefur tekist meistaralega að brúa bilið á milli íslenskrar og austurrískrar tónlistar með því að skapa lifandi og léttar útsetningar sem skemmta öllum!

Miðaverð 3.000.-

Krummi und die Alpenvögel

Das in Österreich beheimatete Quintett spielt groovige und zartschmelzende sowie aparte VersionenIsländischer Volksmusik. Die fünf Musiker von „Krummi und die Alpenvögel“ verbinden traditionelle isländische Lieder mit alpiner Musiktradition. Krummi musiziert lebendig und unterhaltsam, lyrisch und intelligent. Ihre Vielfalt lässt bestes musikalisches Kopf-Kino entstehen! Spielerisch in der Weltmusik verankert klingen sie einmal kühn traditionell, ein andermal lässig im Bereich der Improvisation. Die aus Island, Österreich und Slowenien stammenden Musiker spielen auf meisterlichem Niveau: vielseitig, überraschend und virtuos! Ein großartiger Brückenschlag zwischen Island und Österreich!

Eintritts Preis ISKR 3.000.-

Krummi and the Alpine Birds

The Austrian-based quintet performs groovy and gentle as well as striking versions of Icelandic folk music. The five musicians of „Krummi and the Alpine birds“ combine traditional Icelandic songs with the alpine music of Austria. Their diverse musical styles conjure beautifully vivid images! Playfully anchored in the world music tradition, their style ranges from traditional to casual. The musicians from Iceland, Austria and Slovenia play at a masterful level: versatile, surprising and virtuosic! Their music builds a beautiful bridge between Icelandic and Austrian music that is lively and entertaining, lyrical and intelligent!

Ticket ISKR. 3.000.-

Um flytjendur:

Ellen Freydis Martin | Vocals | Söngur

Ellen Freydis

Söngkonan, Ellen Freydís Martin, fæddist árið 1964 í Reykjavík. Hún fluttist búferlum til Austurríkis árið 1993 og settist að í Villach, ásamt eiginmanni sínum og tveimur sonum. Maður hennar, Dr. Orthulf Prunner, er mörgum Íslendingum ekki alls ókunnugur því hann var meðal annars organisti í Háteigskirkju í 16 ár.

Ellen Freydís stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík undir leiðsögn Dóru Reyndal og þaðan lá leiðin í óperudeild Julliard University í New York, þar sem hún naut leiðsagnar Prófessors Oren Brown og Vincent la Selva. Hún tók þátt í meistarakúrsum (Master Class) meðal annars í Kaupmannahöfn og Osló hjá Próf. Oren Brown og Berit Hallquist og í Vínarborg hjá Jill Feldmann, Jessica Cash og Hugo Alberto Lamas.

Ellen Freydís kom heim árið 1995 til að taka þátt í uppsetningu á „Master Class Maria Callas“ í Gamla Bíói, undir leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar og einnig lék hún og söng í uppsetningum hjá barna- og farandleikhúsinu „Nanu Theather“ í Austurríki. Hún er söngkennari og raddþjálfari í tónlistardeild rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Villach síðastliðin 15 ár, auk þess sem hún stjórnar kirkjukór og gospelkór „StimmMix“, sem hún stofnaði fyrir 2 árum síðan.

Ellen Freydís hefur mikla fjölbreytni í tækni og stíl og hefur hún notið samstarfs með ólíkum tónlistarmönnum og hljómsveitum, allt frá jazz „Big Band“ til sinfóníuhljómsveita. Hún hefur víða komið fram í Austurríki, meðal annars á öllum helstu tónlistarhátíðum í héraðinu Carinthia, þar sem hún nýtur vinsælda sem einsöngvari og raddþjálfari kóra og einstaklinga.

Nýjasta verkefnið hennar er stofnun hljómsveitarinnar: “Krummi og hinir Alpafuglarnir” sem árið 2017 hélt tónleikaröð víða um Austurríki í tilefni af útgáfu samnefnds geisladisks með þekktum íslenskum þjóðlagavísum í nýrri útsetningu undir mið-evrópskum áhrifum.


Nora Schnabl-Andritsch | Percussion | Vocals |Trommur

Nora Schnabl AndritschNora stundaði nám í tónlistarmiðlun til ungra barna og við rythma-og slagverksdeild Lista-og tónlistarháskólanum í Vínarborg, þaðan sem hún útskrifaðist sem Magistra artium. Nú kennir hún rythmik, trommur og slagverk, útsetningar fyrir slagverkshljóðfæri, undirleik við hreyfilist og hljóðfærasmíðar við sama háskóla. Þá kennir hún rythma í deildinni fyrir klassískan dans við MUK, en það er Konservatorium í Vínarborg.

Að auki starfar Nora sem sjálfstæð tónlistarkona og kennari á sviði tónlistarmiðlunar, einkum fyrir blinda, heyrnalausa og þroskahefta, á sviði tónlistarsköpunar og spuna í myndum, tónum og dansi. Hún hefur komið víða fram og spilað inn á hljómlistarupptökur, meðal annars hjá Ed Schabl Trio og Susönnu Heilmayr. Hún og fjölskylda hennar er búsett í Vínarborg þar sem hún er fædd og uppalin.


Roman Pechmann | Akkordeon | Harmónikka

Roman PechmannRoman stundaði nám við harmónikku- og slagverksdeildina í Konservatorium í Bratislava, í heimalandi sínu Tékklandi. Hann hélt námi sínu áfram við Landeskonservatorium í Klagenfurt í Austurríki hjá finnska harmónikkusnillingnum Mika Väyrynen og lauk einleiksprófi með yfirburðum hjá James Crabb og Geir Draugsvoll frá Lista-og Tónlistarháskólanum í Vínarborg.

Roman hefur víða haldið tónleika og tekið þátt í tónlistarsamkeppnum m.a. í Slóvakíu, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Þýskalandi, Ungverjalandi, Danmörku og Noregi. Þá hefur hann spilað í útsendingum Ríkisútvarps Slóvakíu og Austurríkis.

Roman starfar sem einleikari og meðlimur kammersveita og ýmissa hljómsveita, má nefna Ensemble Kreativ, Mahler Ensemble, Akkordeonduo ConTakt, Toujour Mozart, QuintAkkord, AusTrio, Duo FinePlus, TriForma og Óperunni í Klagenfurt. Hann er kennari við harmónikkudeild Konservatorium í Klagenfurt þar sem hann er búsettur með fjölskyldu sinni.


Peter Andritsch | Viola | Lágfiðla

Peter AndritschPeter stundaði nám við Konservatorium í Graz og seinna við Lista-og Tónlistarháskólann í Vínarborg undir leiðsögn Thomas Kakuska, Hatto Beyerle og Ilse Wincor. Hann útskrifaðist úr tónlistardeildinni sem Magister artium og síðar sem einleikari á lágfiðlu frá Tónlistarháskólanum í Hannover í Þýskalandi.

Hann tók þátt í ýmsum meistarakúrsum (Master Class), m.a. hjá Thomas Riebl, Bruno Giuranna og Siegfried Führlinger. Þá er Peter nýútskrifaður úr jazz-og spunadeild fyrir strengjahljóðfæraleikara frá Háskólanum Bruckner Universität í Linz í Austurríki.

Peter hefur farið víða í tónleikaferðir og spilað á fjölmörgum hljóðupptökum. Hann hefur verið hljómsveitarmeðlimur hjá helstu strengja- og sinfóníuhljómsveitum Austurríkis og Þýskalands, m.a. Wiener Symphoniker, Camerata Academica í Salzburg, Wiener Kammerorchester, Óperunni í Hannover og í Hamburg, undir stjórn mikilla meistara eins og t.d. Nikolaus Hannoncourt, Jordi Savall, Roger Norrington, Sándor Végh og fleirum.

Peter er framkvæmdarstjóri og umboðsmaður ýmissa tónlistarhátíða og menningarviðburða í Austurríki og er umboðsmaður „Krumma og hinna Alpafuglanna“.


Isabelle Eberhard | Violoncello | Selló

Isabelle EberhardIsabelle stundaði tónlistarnám á selló eða knéfiðlu í Konservatorium der Stadt Wien undir leiðsögn Andreas Lindenbaum. Þá er hún að ljúka námi við jazz-og spunadeild fyrir strengjahljóðfæraleikara í Tónlistarháskólanum Bruckner Universität í Linz í Austurríki.

Isabelle hefur víða komið fram í Austurríki með ýmsum strengjasveitum og spilar nú í kvartett Christine Lavant, Schlosstrio Eisenstadt, auk Krumma og hinna Alpafuglanna.

Hún stofnaði tónlistarhátíðina „On the Couch“ í Vínarborg og rekur tónlistarskólann „Kinderklang“ (Krakkatónn á íslensku), þar sem hún kennir á selló, blokkflautu, tónlistarmiðlun yngstu barnanna og reynslunám fyrir þá sem vilja spila í strengjahljómsveit. Isabelle er 5 barna móðir og býr ásamt fjölskyldu sinni í Vínarborg.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn