Listamenn

Listamannsspjall með Birgi Snæbirni Birgissyni og leiðsögn með Ingu Jónsdóttur

Listamannsspjall með Birgi Snæbirni Birgissyni og leiðsögn með Ingu Jónsdóttur

BirgirSnaebjornBirgisson 500Sunnudaginn 21. október kl. 15:00 mun listamaðurinn Birgir Snæjörn Birgisson spjalla við gesti um verk sitt Von sem samanstendur af 64 máluðum portrettum af þeim alþingismönnum sem kosnir voru á þing vorið 2013. Von kallast á við verk Halldórs Einarssonar af alþingismönnum lýðveldisársins 1944 sem hann skar í tré. Þessi tvö verk og mörg fleiri má sjá á sýningunni Halldór Einarsson í ljósi samtímans sem nú stendur í Listasafni Árnesinga. Auk þess að bjóða upp á samtal við Birgi mun Inga Jónsdóttir safnstjóri ganga um sýninguna, segja frá og svara spurningum gesta.

Í verkum Birgis er að finna samfélagslega og pólitíska skírskotun og hann hefur lengi unnið með staðalímyndir út frá norrænu yfirbragði. Í verkinu Von er hann sjálfum sér trúr þegar hann málar alla alþingismennina ljóshærða og bláeygða, en það er hvers og eins að túlka hvað það þýðir. Á sunnudaginn gefst tækifæri til þess að ræða við Birgi, spyrja og ræða ólíkar túlkanir auk þess að fara í eins konar ratleik við það að greina þekkjanleg andlit í hópnum. Verkið er í eigu Listasafns Íslands.

Listaverkið Von er í eigu Listasafns Íslands.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn