Listamenn

ÍSLENSK MYNDLIST – hundrað ár í hnotskurn

ÍSLENSK MYNDLIST – hundrað ár í hnotskurn

30. janúar – 2. maí
Val verka á sýningunni byggist á þeirri hugmynd að verkin endurspegli ákveðinn tíðaranda og hugmyndafræði en ekki einstaka listamenn eða þróun þeirra.  Verkin standa sem tákn um ákveðið tímabil og viðhorf til myndlistar.

Verkin á sýningunni koma flest úr safneign Listasafns Íslands, höfuðsafni íslenskrar myndlistar en nokkur verkanna eru úr safneign Listasafns Árnesinga einkum úr gjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona. Litið var til sunnlenskra listamanna eftir því sem hægt var, en fyrst og fremst er sýningin um íslenska myndlist.

Umsjónarmaður og annar höfundur fræðsluefnis er Rakel Pétursdóttir deildarstjóri fræðsludeildar Listasafns Íslands og Guðmundur Oddur Magnússon prófessor við Listaháskóla Íslands hefur ritað texta í sýningarskrá.

Ítarefni fyrir kennara er hægt að fá sent til skóla til þess að undirbúa nemendur fyrir heimsóknina í safnið. Einnig er hægt að vinna verkefni á staðnum og í skólanum að heimsókn lokinni. Vert er að benda á að þótt fræðsluefnið eitt og sér sé áhugavert og ýmsar upplýsingar um myndlist að finna í bókum og á netinu, þá er sú tilfinning að standa andspænis listaverkinu sjálfu alltaf önnur en sú sem endurunnin birtingarmynd þess vekur.

Þessi sýning byggist á sýningu sem var opnuð í janúar 2008 í Skaftfelli á Seyðisfirði, og unnin í samvinnu Listasafns Íslands og Skaftfells, miðstöð myndlistar á Austurlandi. Markmiðið nú eins og þá er að vinna fræðslusýningu sem nýtist ungu fólki og öðrum áhugasömum til að átta sig á samhenginu í myndlistinni, samhengi nútíðar og fortíðar. Sýningunni er gróflega skipt niður í fjórar bylgjur hugmynda, en þar sem sýningin í Listasafni Árnesinga er mun umfangsmeiri en sýningin í Skaftfelli  er einnig rými fyrir örlitla útúrdúra. Því þó að sagan virðist línuleg framvinda þróast hugmyndir lagskipt, þ.e. eldri bylgjur hugmynda halda áfram þó að nýjar hafi komið fram.  Stund og staður skipta einnig máli.

Sýningarstjórar eru Dagný Heiðdal, deildarstjóri listaverkadeildar Listasafns Íslands, Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Listasafns Íslands og Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn