Listamenn

Hildigunnur Birgisdóttir (1980)

Hildigunnur Birgisdóttir  (1980)

Hildigunnur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003. Hún hefur ávallt byggt myndlist sína á tilraunakenndum vinnubrögðum, sem eru hvort tveggja í senn rökræn og síspyrjandi. Aðferðafræðin felst í viðsnúningi og útúrsnúningi hluta og hugmynda, leikjum með hlutföll og skala, reglur og kerfi, en helst er byrjað á öfugum enda eða af handahófskenndum byrjunarreit. Miðlar Hildigunnar eru jafnmargir og verkefnin sem hún tekur sér fyrir hendur og oftar en ekki upphafspunktur tilraunanna. Hildigunnur hefur síðustu ár tekið þátt í fjölda samsýninga sem og haldið einkasýningar víða um land. Hún hefur verið virk á ýmsum sviðum listarinnar m.a. tekið að sér hlutverk sýningarstjóra, ritstjórn og er einn af stofnendum bókverkaverslunarinnar og útgáfunnar Útúrdúrs.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn