Listamenn

Sólveig Aðalsteinsdóttir (1955)

Sólveig Aðalsteinsdóttir (1955)

Sólveig lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1978 og framhaldsnámi í N.Y. og Hollandi. Viðfangsefni Sólveigar eru gjarnan nærtæk og endurspegla hugleiðingar um tímann og efnið, söguna og minnið sem felst í efninu. Í skúlptúrum, teikningum sem og í ljósmyndum eru könnuð þau mörk sem felast í snertingunni við efnið og umbreytingu þess í myndverk. Auk þess að starfa að list sinni hefur Sólveig kennt í listaskólum og sinnt sýningarstjórnun. Verk hennar hafa verið sýnd víða á einkasýningum og samsýningum innanlands sem erlendis og verk hennar er að finna í safneign helstu listasafna landsins. 

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn