Listamenn

Unnar Örn Jónasson Auðarson (1974)

Unnar Örn Jónasson Auðarson (1974)

Unnar Örn útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1999 og lauk meistaranámi við Listaháskólann í Malmö 2003. Í vinnu sinni leikur Unnar Örn sér gjarnan með staðreyndir sögunnar, gefur þeim samhengi og annað líf innan ramma myndlistarinnar. Þannig myndast svigrúm fyrir ólíkar tegundir frásagna sem greina og efast um þær opinberu og oft altæku sögur sem sagðar eru af stofnunum samfélagsins. Vald og valdakerfi eru honum einnig hugleikin og þá oft innan ramma þess sýningarstaðar sem hann vinnur á hverju sinni. Unnar Örn er ekki bundinn neinum miðli en á síðustu árum hefur hann makrvisst unnið bókverk, auk annars prentverks tengt sýningum sínum. Verk hans hafa verið sýnd víða á erlendum sem innlendum sýningarvettvangi samtímamyndlistar.  

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn