Listamenn

Arngunnur Ýr 1962

Arngunnur fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1984 og hélt síðan til Kaliforníu þar sem hún lauk BA-gráðu í málaralist frá San Francisco Art Institute 1986. Hún var gestamnemi við Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam, Hollandi 1989-90 en snéri síðan aftur til Kaliforníu og lauk meistaragráðu í málaralist frá Mills háskólanum í Oakland 1992. Áður en Arngunnur nam myndlist lærði hún á þverflautu við Tónlistarskóla Kópavogs og Reykjavíkur og framhaldsnám við Halifax Concervatory .

Arngunnur býr í Kaliforníu og hér á landi og segist heima hjá sér á báðum stöðum. Á Íslandi vinnur hún oft sem leiðsögumaður þar sem hún gengur þá um fjöll og firnindi.

Arngunnur hóf feril sinn í nýja málverkinu en hefur þróað sig áfram í landslagsverkum síðustu tuttugu ár. Hún hefur fengið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín svo sem úr sjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur og 2005 hlaut hún Pollock-Krasner styrk. Þá hefur hún einnig notið listamannalauna frá íslenska ríkinu. Verk hennar hafa verið sýnd hér á landi, í Evrópu og Bandaríkjunum og verk eftir hana eru í eigu opinberra safna en einnig ýmissa stofnanna og hjá einkasöfnurum bæði hér á landi sem erlendis.

www.arngunnur-yr.com

 

 

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn