Listamenn

Sigríður Melrós Ólafsdóttir

er fædd í Reykjavík 1965. Hún nam myndlist við Myndlista og handíðaskóla Íslands 1985 – 1989 og við École des Beux Arts de Lyon 1990 – 1992. Hún bætti síðan við námi í kennslufræðum frá Listaháskóla Íslands 2002. Sigríður hefur unnið jöfnum höndum að myndlist, kennslu og sýningarstjórn. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Hún er ein af stofnendum Gullpenslanna og hefur sýnt reglulega með þeim. Síðari ár hefur hún einbeitt sér nær einvörðungu að sýningargerð og sýningarstjórn. Má þar nefna Útskriftarsýningar Listaháskóla Íslands árin 2005 og 2006, sýningarnar Rím í Ásmundarsafni 2009 og Listasafni Akureyrar 2010, Nokkrir vinir 2009, Svavar Guðnason yfirlitssýning 2009, Hljóðheimar 2011 og fjölda annarra á Listasafni Íslands þar sem hún starfar nú sem deildarstjóri sýningardeildar.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn