Listamenn

Sara Riel

Sara Riel

Sara Riel (1980) útskrifaðist frá listasviði Fjölbrautarskólans í Breiðholti, nam við Listaháskóla Íslands 2000-2001 og Listaháskóla í Berlín (Kunsthochschule Berlin-Weissensee) 2001-2006 þar sem hún var meistaranemi síðasta árið. Söru hefur hlotnast ýmsar viðurkenningar; útskriftarverðlaun frá Listasviði FB, DAAD styrk sem veittur er erlendum námmönnum í Þýskalandi fyrir frábæran námsárangur, úthlutun úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur, úthlutun úr listasjóði Guðmundu S. Kristjánsdóttur (Erró) og þrisvar hefur hún fengið starfslaun úr Launasjóði myndlistarmanna, sex til níu mánuði. Sara hefur vakið eftirtekt sem listamaður og ekki síst vegna strætislistaverka víða um Reykjavík og aðrar borgir heimsins. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hérlendis og erlendis og sýnt verk sín í virtum sýningarsölum, þar á meðal í Hamburger Bahnhof í Berlín, Scion gallery LA, Tokio Wondersite og í Listasafni Reykjavíkur. Einnig hefur hún fengist við gerð plötuumslaga, bókakápa og nýlega teiknaði hún allar skýringarmyndir fyrir plöntugreiningarlykil sem unnin var fyrir farsíma og spjaldtölvur. Sara er meðlimur í Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur og alþjóðlegu strætislistagengi sem nefnist Big Geezers.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn