Listamenn

Margrét Elísabet Ólafsdóttir

Margrét Elísabet Ólafsdóttir

Margrét Elísabet Ólafsdóttir er fædd árið 1965. Hún er stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni og stundaði síðan nám við Parísarháskólann Sorbonne-Panthéon. Hún lauk diplóma námi í menningu og boðskiptafræðum árið 1994, sérhæfði sig síðan í fagurfræði og útskrifaðist með framhaldsgráðu árið 1999. Hún lauk doktorsprófi í list- og fagurfræði frá sama skóla árið 2013. Margrét hóf feril sem blaðamaður á Morgunblaðinu árið 1987 og skrifaði fyrir ýmis dagblöð og tímarit á námsárunum, aðallega um listir og menningu. Hún var deildarstjóri listaverka- og sýningardeildar Listasafns Íslands í eitt ár, en frá árinu 2002 hefur hún fengist við rannsóknir á raf- og stafrænum listum með áherslu á sögu þessara lista á Íslandi. Margrét var skipuleggjandi raflistahátíðarinnar Pikslaverk árið 2010 og 2011 og ein af sýningarstjórum sýningarinnar Sjónarmið – á mótum myndlistar og heimspeki í Listasafni Reykjavíkur árið 2011. Árið 2013 skipulagði hún gjörninginn Power Struggle eftir Olgu Kisseleva í Nýlistasafninu og sýninguna Íslensk vídeólist frá 1975-1990 í Listasafn Reykjavíkur sem var byggð á rannsóknum hennar.

 

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn