Listamenn

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir (1975)

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir

Ólöf Gerður lauk BA-gráðu árið 2000 í mannfræði við Háskóla Íslands, með árs Erasmus-dvöl við Roma Tre háskólann í Róm, Ítalíu. Árið 2002 útskrifaðist hún MA-gráðu í félagsvísindum frá University of Chicago í Bandaríkjunum, þar sem hún lagði m.a. stund á mannfræði lista og tónlistarmannfræði. Hún stundaði vettvangsnám í Nígeríu þar sem hún rannsakaði tengsl afrískra lista og minjagripa í tengslum við ferðamannaiðnað með áherslu á vestræna ímynd og neyslu vesturlandabúa af afrískri menningu. Ólöf Gerður stundaði sjálfstæða fræðimennsku við ReykjavíkurAkademíuna á árunum 2004-2007 þar til hún tók við stöðu forstöðumanns rannsóknaþjónustu Listaháskóla Íslands þar sem hún starfar nú við uppbyggingu rannsóknatengds listnáms. Auk ýmissa sjálfstæðra verkefna og stundakennslu hefur hún verið þátttakandi í alþjóðlegu rannsóknarverkefni á vegum ReykjavíkurAkademíunnar undir heitinu Ísland og ímyndir norðursins, þar sem hún fjallar um minjagripamarkaðinn á Íslandi og tengsl við samtímahönnun.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn