Listamenn

Rósa Gísladóttir 1957 -

Rósa Gísladóttir fæddist í Reykjavík árið 1957 og býr nú í Kópavogi. Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1977-1981 og við Listaakademíuna í München hjá prófessorEduardoPaolozzi 1981-1986. Hún bjó í Bandaríkjunum 1989-1993 og 1997-1998 og í Bretlandi 1999-2003. Hún lauk meistaragráðu í umhverfislist frá Manchester Metropolitan háskólanum í Englandi árið2002 og stundaði meistaranám í kennslufræðum við Listaháskóla Íslands 2010-11.

Rósa hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og notið starfslauna úr launasjóði myndlistarmanna í nokkur skipti. Árið 2000 var hún þátttakandi í samkeppni á vegum Kirkjugarðasambands Íslands um gerð legsteina og árið 2013 var hún í úrslitum í samkeppni um gerð útilistaverks hjá HP Granda í Reykjavík. Hún á að baki fjölmargar samsýningar og einkasýningar bæði hér á landi sem erlendis svo sem alþjóðlegu samsýninguna Big Scale í Malmö í Svíþjóð 1988, listahátíð í Nordrhein-Westfalen í Þýskalandi 1995, Strandlengjuna 2000 í Reykjavík, Looking at the overlooked í Róm 2009 og Óttann við óvini framtíðarinnar í Gallerí Ágúst 2011. Rósa var ein þeirra sem áttu verk á sýningunni Nautn og notagildi í Listasafni Árnesinga 2012 og sama sumar var ennfremur opnuð stór sýning á verkum hennar, Come l'acqua come l'oro..., í hinu virta safni Mercati di Traiano í Róm þar sem sett hafa verið upp verk ýmissa heimsþekktra listamanna, s.s. Richard Serra og Anthony Caro.

Viðfangsefni Rósu eru hversdagslegir hlutir og umhverfismál. Lengst af hefur hún unnið í leir, gifs, steinsteypu og bylgjupappa en á síðustu árum hefur hún einnig notað plastflöskur, plexígler, vatn, ljós og jesmonite (sem líkist gifsi en er mun sterkara). Verk eftir Rósu er að finna í safneign Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Íslands.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn