Listamenn

Samstíga

Samstíga

Samstíga er önnur sýningin af þremur í samstarfsverkefni Listasafns Hornafjarðar, Listasafns Árnesinga og Listasafns Íslands. Markmið sýninganna er að veita innsýn í þrjú mismunandi tímabil í íslenskri listasögu. Einnig er boðið upp á ítarefni, verkefni fyrir skólaheimsóknir og gestum er líka boðið að bregða á leik.

Til sjávar og sveita var fyrsta sýningin í sýningaröðinni en þar var rýnt í verk Gunnlaugs Scheving til þess að varpa ljósi á tímabil þar sem maðurinn og atferli hans urðu viðfangsefni íslenskra listamanna og með fjölmörgum vinnuteikningum var einnig hægt að grandskoða vinnubrögð listamannsins. Þriðja sýningin sem verður á dagskrá næsta ár beinir sjónum að nýjum miðlum og fjölbreytni póstmódernismans.

Verkunum, sem eru valin, er ætlað að skapa áhugaverða heildræna sýningu sem stendur fyrir ákveðinn tíðaranda og hugmyndafræði frekar en að vera úrvalsverk frá ferli einstakra listamanna. Við bjóðum þér að vera samstíga okkur að rifja upp liðið tímabil, njóta og hafa gaman af.

Þeir listamenn sem verk eiga á sýningunni Samstíga eru eftirfarandi: :

Eyborg Guðmundsdóttir (1924–1977)
Gerður Helgadóttir (1928–1975)
Guðmunda Andrésdóttir (1922–2002)
Guðmundur Benediktsson (1920–2000)
Hörður Ágústsson (1922–2005)
Karl Kvaran (1924–1989)
Nína Tryggvadóttir (1913–1968)
Svavar Guðnason (1909–1988)
Valtýr Pétursson (1919–1988)
Þorvaldur Skúlason (1906-1984)

Verk neðantaldra listamanna frá árunum 1945-1969 er einnig áhugavert að skoða í þessu samhengi og eflaust verk eftir fleiri.

Ásgerður Búadóttir (1920)
Dieter Roth (1939-1938)
Eiríkur Smith (1925)
Hafsteinn Austmann (1934)
Hjörleifur Sigurðsson (1925-2010)
Jóhannes Jóhannesson     (1921-1998)
Kristinn Pétursson (1896-1981)
Louisa Matthíasdóttir (1917-2000)
Sigurjón Ólafsson (1908-1982)
Sverrir Haraldsson (1920-1985)
Valgerður Briem (1914-2002)
Valgerður Hafstað (1930-2011)

 

 

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn