Listamenn

Anna Eyjólfsdóttir

Anna Eyjólfsdóttir er fædd árið 1948. Hún stundaði námi við Myndlistaskóla Reykjavíkur á árunum 1986-88, og síðan við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1988-91, Listaakademíuna í Düsseldorf í Þýskalandi 1991-93 og Kennaraháskóla Íslands 1993-95. Anna hefur starfað að myndlist síðan og sýnt víða bæði innanlands og utan. Hún vinnur gjarnan stórar innsetningar þar sem hún fæst við ýmis minni sem og vensl lista við daglegt líf og notast þá oft við tilbúnar neysluvörur. Samhliða eigin listsköpun sinnti Anna einnig kennslu um tíma og var deildarstjóri skúlptúrdeildar Myndlista- og handíðaskólans í nokkur ár og síðar Listaháskóla Íslands í eitt ár. Hún hefur verið virk í félagsstörfum og var um tíma formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Undir hennar formennsku stóð félagið að nokkrum stórum útisýningum svo sem Strandlengjusýningin 1998 og 2000 og Firma '99. Anna var einn stofnanda Gallerí StartArt og rak það ásamt fleirum í rúm tvö ár, 2007-9.

www.annaeyjolfs.is

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn