Listamenn

Birgir Snæbjörn Birgisson

Birgir Snæbjörn Birgisson er fæddur árið 1966. Hann útskrifaðist sem stúdent af myndlistarbraut Menntaskólans á Akureyri og stundaði síðan nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1986-89. Hann sótti framhaldsnám við fjöltæknideild École des Arts Décoratifs í Strassborg í Frakklandi 1991-93. Birgir var einnig búsettur um tíma í London þar sem hann starfaði að myndlist en býr nú og starfar í Reykjavík. Hann stofnaði ásamt konu sinni Sigrúnu Sigvaldadóttur Gallerí Skilti 2007 sem sýningarvettvang við heimili þeirra að Dugguvogi 3 í Reykajvík. Birgir hefur verið mjög virkur í sýningarhaldi bæði hér heima og erlendis. Hann hefur lengi unnið með staðalímyndir út frá norrænu og ljóshærðu yfirbragði. Dæmi um slík verk eru myndraðirnar Ljóshærðir hjúkrunarfræðingar, Ljóshærðar starfsstéttir, Ljóshærð ungfrú heimur 1951-, Auðmýkt, Ljóshærðir listamenn og Ljóshærðir tónlistarmenn. Í verkum Birgis er að finna samfélagslega og pólitíska skírskotun.

www.birgirsnaebjorn.com / www.gallerysign.com

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn