Listamenn

Helgi Þorgils Friðjónsson

Helgi Þorgils Friðjónsson er fæddur árið 1953. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1971-76 og stundaði framhaldsnám í Hollandi við De Vrjie Academie í Haag 1976-77 og Jan van Eyck Akademie í Maastricht 1977-79. Helgi hefur verið starfandi myndlistarmaður frá því hann lauk námi. Hann hefur aðallega fengist við olíumálverk en jafnframt unnið teikningar, grafík, texta, bókverk og skúlptúra. Verkin hans eru fígúratíf og hann hefur sagt að í þeim tefli hann saman sögum mannkyns og lista og að viðfangsefnið sé líka einsemd mannsins. Verk hans hafa verið sýnd víða jafn innanlands sem erlendis. Helgi hefur átt þátt í stofnun ýmissa sýningarýma og má þar nefna Gallerí Vísir sem var í dagblaðinu Vísi, Nýlistasafnið og Suðurgata 7 í Reykjavík og Gallerí Lóa í Amsterdam. Gangurinn er þekktur sýningarvettvangur á heimili Helga sem hann hefur rekið frá árinu 1980 og er nú að Rekagranda 8 í Reykjavík. Helgi hefur líka sinnt kennslu, setið í stjónum listastofnanna og verið sýningarstjóri nokkurra sýninga svo sem Picasso á Íslandi sem sett var upp hér í Listasafni Árnesinga 2008.

www.helgi-fridjonsson.com

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn