Listamenn

Ragnhildur Stefánsdóttir

Ragnhildur Stefánsdóttir er fædd árið 1958. Hún var nemandi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1977-80, við Minneapolis College of Art and Craft í Bandaríkjunum 1980-81 og Carnegie Mellon University – College of fine Art 1985-87. Ragnhildur hefur lengst af fengist við fígúratífa höggmyndalist og tilvistarlegar spurningar. Í verkum sínum vinnur hún gjarnan með hið efnislega og huglæga í manninum og leitar þá bæði í austurlensk og vestræn fræði. Hún á að baki tugi einka- og samsýninga innan lands sem utan. Ragnhildur hefur tekið þátt í nokkrum samkeppnum um úti- og innilistaverk, kennt við Listaháskóla Íslands og Pacific Lutheran Háskólann í Tacoma í Bandaríkjunum og hannað leikmyndir. Hún var formaður Myndhöggvrafélagsins um skeið og hefur einnig félagsstörfum innan Sambandis íslenskra myndlistarmanna. Ragnhildur var einn stofnenda StartArt sem var starfrækt við Laugaveginn í Reykjavík á árunum 2007-2009.

www.ragnhildur.is 

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn