Listamenn

Þórdís Alda Sigurðardóttir

Þórdís Alda Sigurðardóttir er fædd árið 1950. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1972. Þórdís sótti tíma í Myndlistaskóla Reykjavíkur á árunum 1977-79, nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1980-84 og Akademie der Bildenden Künste í München í Þýskalandi 1985-86. Frá námslokum hefur Þórdís unnið að myndlist og hafa verk hennar verið sýnd víða bæði innalands sem erlendis. Hún vinnur gjarnan umfangsmiklar innsetningar og sækir efnivið og hugmyndir í „dótakassa samtímans" þar sem hún skoðar og nýtir sammannlega hluti, þætti og athafnir sem hún tvinnar í nýtt samhengi. Samband manns og náttúru er henni líka hugleikið. Hún hefur sinnt félagsstörfum og sat m.a í stjórn Myndhöggvarafélagsins. Þórdís tók þátt í stofnun og rekstri Gallerí StartArt sem starfrækt var að Laugavegi 12b í rúm tvö ár, 2007-2009. Hún er líka annar tveggja stofnanda Listasjóðs Dungals sem veitti ungum og upprennandi myndlistarmönnum styrki og hefur gefið út listaverkabækur í samvinnu við bókaforlagið Crymogeu.

www.toa.is 

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn