Listamenn

Þuríður Sigurðardóttir

Þuríður Sigurðardóttir er fædd árið 1949. Hún sótti tíma í Myndlistaskóla Reykjavíkur, nam við listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1996-98. Þuríður var nemandi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1998-2000 og síðan Listaháskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist 2001. Hún sótti einnig námskeið í íkonamálun hjá prófessor Yuri Bobrov, professor í íkonafræðum við Listakademíuna í St. Pétursborg. Frá námslokum hefur Þuríður unnið að myndlist og sýnt víða bæði innanlands og utan. Hún fæst fyrst og fremst við olíumálverk og viðfangsefnið er gjarnan náttúran, stundum með þröngt eða óvænt sjónarhorn. Hún hefur kennt við Myndlistaskóla Reykavíkur og á eigin námskeiðum og verið sýningarstjóri m.a. með Markúsi Þór Andréssyni á sýningunni Tívolí, sem sett var upp í Listasafni Árnesinga 2005. Þuríður hefur verið virk í félagsstörfum og m.a. setið í stjórn Sambands íslenskra listamanna og Bandalags íslenskra listamanna. Hún átti þátt í stofnun og rekstri Opna Gallerísins sem nýtti sér ýmis rými í 101 Reykjavík 2002-2003 og StartArt Gallerísins við Laugaveg sem starfrækt var 2007-2009. Þuríður var valin bæjarlistamaður Garðabæjar 2004.

www.thura.is

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn