Listamenn

Halldór Ásgeirsson (1956)

Halldór Ásgeirsson nam myndlist við Parísarháskóla 8 Vincennes – St. Denis á árunum 1977-80 og 1983-86. Hann hefur fengist við gjörninga, reykteikningar, rýmis- og umhverfisverk, fánauppsetningar, ljósmyndir og ljóð á fjölbreyttan og tilraunakenndan hátt. Á fyrstu einkasýningu hans í Gallerí Suðurgötu 7 í Reykjavík árið 1981 vöktu athygli verk sem byggðust á höfuðskepnunum fjórum: eldi, vatni, lofti og jörð en þær hafa síðan fylgt listsköpun Halldórs. Við sama tækifæri sýndi Halldór í fyrsta sinn afrakstur tilrauna með eigið táknmál sem hann hefur haldið áfram að þróa.

Tímamót urðu á myndlistarferli Halldórs árið 1993 þegar hann lét eldinn komast í snertingu við hraun. Við það að logsjóða hraunstein við 1200 – 1400 gráðu hita bráðnar hann og ummyndast í svartan glerung, ekki ósvipaðan hrafntinnu. Snögg kólnunin í andrúmsloftinu veldur því að hraunið harðnar á miðri leið ef það er látið drjúpa og þannig skapar Halldór hárfína svarta þræði og glerunga sem líkjast lífrænum fyrirbærum sem verða uppspretta annarra verka eins og blekteikninga á pappír eða innsetninga. Hraunglerungarnir leiddu Halldór út í tilraunir með vatn í glerílátum og vörpun þess á vegg með ljósi. Þessar aðferðir þróaði hann enn frekar í samvinnu við tónskáldið Snorra Sigfús Birgisson og síðar tónlistarhópinn CAPUT og náðu þær ákveðnu hámarki á Heimssýningunni í Japan árið 2005 þar sem sex íslensk nútímatónverk voru túlkuð í sameiningu.

Halldór hefur sýnt víða um heim, ýmist í listasöfnum, galleríum, listamiðstöðvum, tilraunakenndum listrýmum eða á útilistasýningum og í Shinto hofi í Japan bræddi hann eldfjöllin Heklu og Fuji saman í gjörningi. Halldór hefur unnið að eldfjallaverkum í löndum eins og Frakklandi, Ítalíu, Japan og Kína og framundan eru verkefni á eldfjallaeyjunum Jövu í Indónesíu og Sikiley á Ítalíu.

www.4elements.is

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn