Listamenn

Annette Wesseling

Annette Wesseling er fædd árið 1966 í Münster en býr nú og rekur vinnustofu í Köln í Þýskalandi. Hún útskrifaðist úr Listaakademíunni í Münster 1993 og var síðasta árið meistaranemi hjá Ulrich Erben. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína og hefur tekið þátt í fjölda sýninga, bæði einka- og samsýningum í Þýskalandi og víðar í Evrópu og verk eftir hana eru í safneignum safna og annarra opinberra staða sem og í einkaeigu.

Sjá má verk úr tveimur málverkaseríum Annette þar sem tilraunir og val listamannsins takast á anspænis duttlungum náttúrunnar, því það er ekki bara hún sem ber ábyrgð á útkomunni heldur líka umhverfisþættir og tíminn. Hreyfing er inntak verka í enn annarri seríu því þau taka breytingum eftir því hvernig áhorfandinn ber sig að framan við þau og þar með breytist birtan sem á þau falla og endurspeglunin.

www.annettewesseling.com

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn