Listamenn

Ekkehard Neumann

Ekkehard Neumann er fædur árið 1951 í Oldenburg en býr nú og rekur vinnustofu í Münster í Þýskalandi. Hann nam fyrst listfræði við háskólann í Göttingen áður en hann snéri sér að myndlistarnámi við Listaakademíuna í Düsseldorf með áherslu á skúlptúr og lauk líka kennsluréttindanámi. Síðasta árið, 1977-78, var hann meistaranemi hjá Paul Isenrath. Hann kenndi myndlist um tíma, fyrst við menntaskóla en síðan við Münster-háskólann. Ekkehard hefur verið sýningarstjóri fjölda sýninga bæði innanlands sem erlendis. Hann hefur verið formaður Vesturþýsku listamannasamtakanna frá árinu 1996. Hann hefur átt verk á fjölmörgum sýningum, bæði einka- og samsýningum, og hefur tekið þátt í ýmsum skúlptúrverkefnum og unnið til verðlauna og viðurkenninga. Verk eftir hann má víða sjá á opinberum vettvangi og einnig er þau að finna í safneignum opinberra safna og í einkasöfnum.

www.ekkehardneumann.de

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn