Listamenn

Nikola Dimitrov

Nikola Dimitrov er fæddur árið 1961 í Mettlach/Saar en býr og rekur vinnustofu bæði í Heusveiler við Saarbrücken og í Köln. Hann nam við Tónlistarskóla Saarlands, lauk tónlistarkennaraprófi 1984 og hóf ferilinn sem einleikari á píanó árið 1988 en hefur frá árinu 2000 aðallega starfað sem listmálari og fæst við að spanna bilið milli tónlistar og myndlistar.

Nikola hefur verið mög virkur á því sviði, skipulagt viðburði og tekið þátt í fjölmörgum sýningum víða, hvort heldur einka- eða samsýningum, einkum í Þýskalandi. Áður en hann snéri sér að málaralist hafði Nikola numið tónlist og starfaði um árabil sem konsert píanóleikari. Hann segist spanna sviðið milli tónlistar og myndlistar og það endurspeglast sterkt í verkum hans og heiti þeirra. Í málverkunum má sjá síendurtekna hrynjandi, tilbrigði við stef þar sem blæbrigði lita eru sem missterkur ómur ákveðins hljóms.

www.nikoladimitrov.de

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn