Listamenn

Sigrún Ólafsdóttir

Sigrún Ólafsdóttir er fædd árið 1963 í Reykjavík en ólst upp á Selfossi á Íslandi. Hún býr nú og rekur vinnustofu í Saarbrücken í Þýskalandi. Sigrún lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1989 og framhaldsnámi frá Saar-listaháskólanum í Saarbücken og var meistaranemi Wolfgang Nestlers á lokaárinu 1994. Sigrún hefur hlotið viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. verðlaun í samkeppnum um list í opinberu rými, þar sem verk hennar hafa vakið athygli og verið útfærð. Hún hefur tekið þátt í sýningum hér á Íslandi en einkum í Þýskalandi og víðar í Evrópu, bæði einka- og samsýningum. Hún á verk í safneign Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Gerðarsafni hér á landi en líka víða í Þýskalandi, bæði í opinberum safneignum sem einkasöfnum.

Verk Sigrúnar á safninu eru skúlptúrar ýmist unnir í formbeygt tré eða formbeygt tré með gúmmíi. Í verkum sínum reynir hún að fanga augnablikið og grípa jafnvægið áður en allt kollvarpst. Heiti verkanna eru margræð eins og gjarnan er hjá Sigrúnu og hægt að tengja þau við mishæglátar hreyfingar, tónlist, andlega einbeitingu og jafnvel erótískar hugsanir.

www.sigrun-olafsdottir.de

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn