Listamenn

Ásgerður Búadóttir (1920)

Ásgerður lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1946 og hélt þá til Kaupmannahafnar og nam við Konunglega listaháskólann 1946-49, í málaradeild hjá Vilhelm Lundstrøm. Ásgerður er sjálfmenntuð í veflistinni en nýtir sér vel myndlistarnámið í nýjum miðli og er frumkvöðull nútíma veflistar hér á landi. Hún vann til gullverðlauna á alþjóðlegri list- og handverkssýningu í München fyrir vefnað árið 1956 og hefur síðan hlotið fjölmargar viðurkenningar innanlands og utan, m.a. menningarverðlaun DV 1982. Hún var borgarlistamaður Reykjavíkur 1983-84 og síðastliðin ár hefur hún notið heiðurslauna listamanna frá Alþingi. Efnt hefur verið til a.m.k. 10 einkasýninga á verkum Ásgerðar en einnig hefur hún tekið þátt í miklum fjölda samsýninga bæði hérlendis og erlendis, oft sem fulltrúi íslenskrar myndlistar á alþjóðlegum sýningum. Verk hennar er að finna í ýmsum opinberum byggingum og á helstu listasöfnum landsins, s.s. Listasafni Íslands, einnig í samsvarandi stofnunum erlendis og í einkasöfnum. Fjallað hefur verið um list hennar í ýmsum ritum og a.m.k. tvívegis hefur verið unnið sjónvarpsefni um list hennar.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn