Listamenn

Auður Hildur Hákonardóttir (1938)

Hildur lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands sem myndvefari árið 1968 og hélt þá til framhaldsnáms við listaháskólann í Edinborg. Árið 1980 bætti hún síðan við sig réttindum sem vefnaðarkennari frá Myndlista- og handíðaskólanum eftir að hafa kennt þar á árunum 1969–81. Þar af var hún skólastjóri hans 1975–78 á miklum umbrotatímum í sögu skólans.  Hildur starfaði jafnframt að listvefnaði á árunum 1969 – 90 og hélt þrjár einkasýningar auk þess að taka þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Hún var virk í SÚM-hópnum og kvennabaráttunni sem endurspeglast í verkum hennar. Verk eftir Hildi eru í eigu Listasafns Íslands, Nýlistasafnsins, Listasafns Árnesinga og fleiri opinberra stofnana sem og í einkasöfnum.

Hildur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, s.s. setið í stjórn Textílfélagsins, í Listahátíðarnefnd og í stjórn Listskreytingasjóðs. Hún var forstöðumaður Byggða- og listasafns Árnesinga á Selfossi 1986-93 og safnstjóri Listasafns Árnesinga 1998-2000. Síðustu ár er Hildur einkum þekkt fyrir ræktun og ritstörf.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn