Listamenn

Guðrún Gunnarsdóttir (1948)

Guðrún nam vefnað á verkstæði Kim Naver í Kaupmannahöfn 1972-75 og sótti 1987 námskeið við Haystack Mountain School of Art and Craft, Maine, Bandaríkjunum. Hún hefur unnið að frjálsri myndsköpun og textílhönnun frá árinu 1976. Guðrún hefur skapað sér ákveðna sérstöðu með efnisvali og er virk í sýningahaldi. Hún hefur haldið bæði einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og hefur t.d. þrisvar verið tilnefnd til Menningarverðlauna DV og hlaut þau árið 1991. Guðrúnu hafa nokkrum sinnum verið veitt starfslaun listamanna og hefur hún hlotið styrki m.a. frá The Scandinavia – Japan Sasakawa Foundation.

Verk hennar er að finna í eigu safna hérlendis, s.s. Listasafns Íslands og erlendis, m.a. í Japan. Þau eru einnig í eigu ýmissa opinberra stofnana hér á landi og erlendis sem og í einkasöfnum.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hennar www.internet.is/gudgunn

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn