Listamenn

Hildur Bjarnadóttir (1969)

Hildur lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1992 og framhaldsnámi 1997 frá myndlistardeild Pratt Institute, Brooklyn, New York í Bandaríkjunum. Frá námslokum hefur Hildur verið virk í sýningahaldi og hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum sem og einkasýningum bæði hér á landi og erlendis. Verk hennar hafa vakið athygli fyrir það hvernig hún rannsakar tilveru listarinnar og mörk handverks og myndlistar á nýstárlegan hátt.  Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar s.s. Íslensku sjónlistaverðlaunin fyrir myndlist árið 2006, verðlaun úr Listasjóði Dungals og Listasjóði Ástu Eiríksdóttur og Svavars Guðnasonar auk viðurkenninga á erlendri grund. Verk Hildar er að finna í helstu söfnum hér á landi og einnig í söfnum á  Norðurlöndum og í Bandaríkjunum, en líka í fjölmörgum einkasöfnum.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hennar www.hildur.net

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn