Listamenn

Birta Guðjónsdóttir (1977)

Birta Guðjónsdóttir

Birta nam myndlist við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist með MA-gráðu í myndlist frá Piet Zwart Institute í Rotterdam, Hollandi árið 2004. Meðal einkasýninga Birtu má nefna sýningar í D-sal Listasafns Reykjavíkur - Hafnarhúsi, Turpentine Gallery, Suðsuðvestur, Undir stiganum í i8 Gallery og De 5er sýningarrými í Rotterdam. Birta hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, s.s. í Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Listasafni ASÍ, Boijmans van Beuningen í Rotterdam, Trygve Lie Gallery í New York, Glasgow Project Romm, og Locus010 sýningarrýminu í Rotterdam. Auk þess að starfa sem sjálfstæður sýningarstjóri starfar Birta sem formaður Nýlistasafnsins í Reykjavík. Hún hefur starfað sem listrænn stjórnandi listrýmisins 101 Projects í Reykjavík og sýningarstjóri samtímalistasafns og einkasafns Péturs Arasonar; SAFN í Reykjavík. Hún rekur einnig heimagalleríið Gallerí Dvergur.  www.this.is/birta

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn