Listamenn

Hugsteypan (2008)

Hugsteypan

Hugsteypan er samstarfsverkefni Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur (1976) og Þórdísar Jóhannesdóttur (1979). Þær útskrifuðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007. Ingunn lauk einnig BA-prófi í listasögu árið 2002, en Þórdís kennsluréttindanámi árið 2009.  Ingunn hefur bakgrunn í málverki en Þórdís hefur aðallega fengist við ljósmyndun. Báðar hafa þær unnið út frá miðlunum sjálfum á rannsakandi hátt og leitast við að finna á þeim nýja fleti. Verk Hugsteypunnar eru oft einhvers konar samruni ljósmyndar og málverks þar sem gerðar eru tilraunir með sjónræna upplifun og þær skírskotanir sem myndverk bera með sér. Verkin bera keim af rannsóknarferli þar sem þættir eins og listasaga, sjónmenning, framsetning og túlkun verka eru settir undir smásjá. www.hugsteypan.com

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn