Ólafur Sveinn Gíslason (1962)
Ólafur Sveinn Gíslason
Ólafur lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1983 og Hochschule für bildende Künste í Hamborg 1988. Það sem helst einkennir list Ólafs er hin félagslega vídd þar sem fengist er við samskipti listamannsins og liststofnana við áhorfandann og samfélagið. Að þessu leyti tengist list hans því sem hefur verið kallað „relational aesthetics“ eða fagurfræði tengsla þar sem megináherslan er á tengslin milli aðila við tilteknar aðstæður. Í verkum sínum hefur hann tekist á við viðfangsefni tengd óttafantasíu barna („Aus dem Kinderzimmer“, KX Kampnagel, Hamburg 2000), aðstæður innflytjanda („Träumen in Hannover“, Sprengel Museum Hannover, 2002) og nú síðast með sjálfsmyndir ungs fólks („Identity Check“, Listasafn ASÍ 2010). Hann starfaði í Þýskalandi til ársins 2007, þar til hann tók við stöðu prófessors við Listaháskóla Íslands. http://www.olafurgislason.de