Listamenn

Unnar Örn (1974)

Unnar Örn

Unnar Örn býr og starfar í Reykjavík og Atlanta í Bandaríkjunum. Hann útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1999 og lauk mastersnámi við Malmö Art Academy í Svíþjóð 2003. Unnar Örn vinnur gjarnan sýningar sínar útfrá skjölum safna og „arkífa” og tengir þannig opinbera sögu við sitt eigið yfirgripsmikla heimildasafn sem hann hefur fangað úr ólíkum áttum. Með því leggur hann sig fram um að endurspegla birtingarmyndir ýmissa hugmyndakerfa sem lögð hafa verið til grundvallar ákvarðana í sögunni. Unnar Örn hefur valið ýmsa miðla fyrir verk sín ekki hvað síst bókverk, auk annars prentverks, innsetninga, klippimynda og langvarandi sýningarverkefna. Verk hans hafa verið sýnd víða á erlendum sem innlendum sýningarvettvangi samtímamyndlistar.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn