Listamenn

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson er fæddur á Akureyri árið 1966. Hann  varð stúdent af myndlistarbraut Menntaskólans á Akureyri 1986 en veturinn 1985-86 stundaði hann jafnframt nám við Myndlistarskólann á Akureyri.

Sigtryggur lauk prófi frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1990. Á árunum 1991-94 stundaði hann framhaldsnám í myndlist við École des Arts Decoratifs í Strassborg, Frakklandi.  Sigtryggur hefur kennt við Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólann í Reykjavík. Hann var einn af stofnendum Gullpenslanna og hefur sýnt reglulega með þeim.

Sigtryggur hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum, bæði hér á landi og erlendis, síðast hjá More North Galleríinu í New York. Verk eftir Sigtrygg eru í eigu helstu safna á Íslandi.

Sigtryggur er með heimasíðu: www.sigtryggurbjarni.is

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn