Listamenn

Þorvaldur Skúlason

Þorvaldur Skúlason var fæddur á Borðeyri árið 1906. Hann lést árið 1984, 78 ára að aldri. Þorvaldur fluttist unglingur til Reykjavíkur og naut þar leiðsagnar Þórarins B. Þorlákssonar og Ásgríms Jónssonar. 22 ára hélt hann sína fyrstu einkasýningu og settist sama ár á skólabekk í Listaháskólann í Osló. Árið 1933 settist Þorvaldur að í Kaupmannahöfn, vann þar að list sinni og tók þátt í ýmsum samsýningum. Árið 1939 flutti Þorvaldur til Parísar með danskri eiginkonu og þar fæddist Kristín dóttir þeirra haustið 1939. Dvölin í París varð þó endaslepp vegna framsóknar þýska hersins og flúði fjölskyldan frá Frakklandi árið 1940 og settist að á Íslandi. Þorvaldur sýndi fyrst abstraktverk á sýningu í Listamannaskálanum og varð í kjölfarið öflugur málsvari abstraktlistar á Íslandi, ekki síst s.k. strangflatarmálverks. Árið 1972 var haldin stór yfirlitssýning á verkum Þorvalds í Listasafni Íslands og sama ár tók hann þátt í Feneyjabíennali ásamt Svavari Guðnasyni.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn