Listamenn

Listasafn Árnesinga

Rekja má upphaf safnsins til rausnarlegrar gjafar frú Bjarnveigar Bjarnadóttur og tveggja sona hennar Bjarna Markúsar og Lofts Jóhannessona, sem á tímabilinu 1963-1986 færðu Árnesingum liðlega sjötíu listaverk, eftir helstu listamenn þess tíma, það elsta frá árinu 1900 en flest frá miðbiki síðustu aldar. Gjöfin telur tuttugu verk eftir Ásgrím Jónsson og var það stærsti hutur eins listamanns. Í þessari stofngjöf voru einnig þrjú olíumálverk eftir Þorvald Skúlason, sem máluð voru á árunum 1940-41.

Til að byrja með var safnið hluti af Byggða- og listasafni Árnesinga og staðsett á Selfossi, en varð sjálfstæð stofnun árið 1994. Sjö árum síðar var safnið flutt í Hveragerði.

Listasafn Árnesinga er í eigu Héraðsnefndar Árnesinga, en öll sveitarfélögin í Árnessýslu eiga aðild að henni. Þau eru Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg og Sveitarfélagið Ölfus.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn