Listamenn

Listasafn Háskóla Íslands

Listasafn Háskóla Íslands var stofnað árið 1980 með listaverkagjöf hjónanna Sverris Sigurðssonar (1909-2002) og Ingibjargar Guðmundsdóttur (1911-1984). Stofngjöfin nam alls 140 listaverkum. Þar af voru 115 verk eftir Þorvald Skúlason listmálara. Sverrir sem oft var kenndur við Sjóklæðagerðina og Ingibjörg voru um áratugaskeið meðal stærstu listaverkasafnara landsins. Þau tóku snemma á hjúskaparárum sínum að kaupa listaverk, en hófu þó ekki að safna listaverkum að ráði fyrr en upp úr 1940. Margir listamenn urðu nánir vinir þeirra hjóna og heimagangar, m.a. Þorvaldur Skúlason. Árið 1985 gaf Sverrir Sigurðsson safninu aftur 101 verk til minningar um Ingibjörgu konu sína, þar af 75 verk eftir Þorvald Skúlason. Þá fékk Listasafnið um 900 skissur og smámyndir eftir Þorvald Skúlason að gjöf úr dánarbúi Sverris Sigurðssonar árið 2003 sem varpa mikilvægu ljósi á feril og vinnuaðferðir listamannsins. Listasafnið á því langstærsta safn landsins af verkum eftir Þorvald Skúlason eða rúmlega 200 málverk og yfir þúsund teikningar og skissur frá öllum tímabilum ferils hans. Í stofnskrá safnsins er áskilið að verk eftir Þorvald Skúlason skuli mynda sérstaka deild innan safnsins og bera nafn listamannsins; Þorvaldssafn. Elstu verkin eru gerð á Blöndósi árið 1921 þegar Þorvaldur var 15 ára, yngstu verkin eru unnin 63 árum síðar eða árið 1984, sama ár og Þorvaldur lést. Listaverkagjafir til Listasafns Háskóla Íslands eru meðal verðmætustu gjafa sem Háskóla Íslands hafa hlotnast en stór hluti listaverkaeignar safnsins er abstraktverk. Auk verka eftir Þorvald á safnið fjölda mikilvægra verka eftir Guðmundu Andrésdóttur, Hörð Ágústsson, Karl Kvaran og fleiri listamenn.

Þriggja manna stjórn safnsins er skipuð af háskólaráði en umsjón með safninu hefur safnstjóri. Háskóli Íslands er eini háskóli landsins sem á sitt eigið listaverkasafn og hefur frá upphafi verið lögð áhersla á tengsl listasafnsins við fræða-og vísindasamfélagið. Núverandi safnstjóri er jafnframt lektor í listfræði við hugvísindasvið HI. Árið 1999 var stofnaður sérstakur rannsóknarsjóður við Listasafn HÍ; Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands, með veglegu stofnframlagi Sverris Sigurðssonar. Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir á íslenskri myndlist, myndlistarsögu og forvörslu myndverka. Samtals hafa 13 aðilar fengið styrki úr sjóðnum til listfræðilegra rannsókna á liðnum árum, að upphæð tæplega fjórar milljónir króna.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn