Listamenn

Ásgrímur Jónsson 1876-1958

Ásgrímur fæddist í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa, Árnessýslu og ólst þar upp. Liðlega tvítugur sigldi hann til Kaupmannahafnar staðráðinn í því að mennta sig í myndlist. Hann hafði í sig og á sem húsamálari, en sótti kvöldskóla í teikningu. Árið 1900 innritaðist hann í Konunglega danska listaháskólann og nam þar í þrjú ár. Eftir námið bjó hann áfram í Kaupmannahöfn í nokkur ár en dvaldi á Íslandi á sumrin. Árið 1908 fékk Ásgrímur styrk frá Alþingi til námsferðar til Ítalíu og ferðaðist hann þá í leiðinni til Weimar, München og Berlínar. Hann átti oft verk á vorsýningum Charlottenborgar og verk eftir hann hafa verið víða til sýnis hérlendis og í Evrópu, Rússlandi og Bandaríkjunum. Ásgrímur var tónlistarunnandi og nýlega uppgötvaðist að hann fékkst einnig við tónsmíðar.

Ásgrímur var brautryðjandi sem hafði mótandi áhrif á þróun nútíma myndlistar hér á landi og einn fyrstu Íslendinga sem gerðu myndlist að ævistarfi. Hann er einn mikilvirkasti landslagsmálari á Íslandi og vann jöfnum höndum með olíuliti og vatnsliti. Hann ferðaðist vítt og breitt um landið og málaði úti undir berum himni. Næmi á blæbrigði birtunnar og eðli litanna ásamt leitinni að fegurðinni eru aðalsmerki verka hans en á löngum ferli má sjá hjá honum ýmsar stefnur og áherslur.

Safn Ásgríms Jónssonar er deild innan Listasafns Íslands www.listasafn.is

 

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn