Listamenn

Gísli Jónsson (1878-1944)

Gísli fæddist í Búrfellskoti í Grímsnesi og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Ungur notaði hann hverja hjástund til að draga til myndar eins og segir í listasögu Björns Th. Björnssonar og lifði fyrir köllun sína við erfið kjör og tók tiltölulega snemma ákvörðun um það að gera myndlist að atvinnu sinni. Hann var að mestu sjálfmenntaður en naut þó veturlangt tilsagnar Einars Jónssonar málara frá Fossi í Mýrdal. Einar nam málun í Kaupmannahöfn fyrir aldamótin 1900 og vann síðan við leiktjaldamálun. Gísli fékkst einnig við leiktjaldamálun og einnig talsvert við blómsturmálun á kistla og stokka. Stíll fyrstu mynda hans var vafningar, sving og krúsindúllur, en á tímum þjóðlegrar vakningar snéri hann sér alfarið að hinu háleita landslagsmálverki.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn