Listamenn

Halldór Einarsson (1893-1977)

Halldór fæddist í Brandshúsum í Gaulverjabæjarhreppi. Draumur hans var að læra tréskurð og hann beið í fimm ár eftir því að komast að hjá Stefáni Eiríkssyni tréskurðarmeistara, sem rak þá eina verkstæðið sem tók nema. Halldór nam þar í fjögur ár og tók próf í teikningu og tréskurði. Snemma tók hann þá ákvörðun að hann vildi ekki leitast við að vinna sér heiður og nafn sem listamaður. Hann vildi heldur skera út rósir og króka sem iðnaðarmaður. Halldór vildi heldur ekki nota orðið list um verk sín því þau væru tómstundaverk og sum gerð af þörf fyrir afþreyingu.

Halldór hélt til Vesturheims árið 1922 og starfaði lengst af ævinnar við tréskurð í húsgagnaverksmiðju í Chicago. Í kringum 1930 myndskar Halldór í húsgögn fyrir rafmagnsfrömuðinn Hjört Þórðarson. Voru þau í bókasafni Hjartar á Klettey í Michigan-vatni, en safn það var fágætt að gæðum. Bók um þessi verk Halldórs kom út árið 1999. Árið 1965 kom Halldór aftur til Íslands og eftirlét Árnessýslu þá skornu gripi í tré og stein, sem hann hafði heim með sér úr Vesturheimi ásamt peningagjöf sem varið var í byggingu Listhúsins á Selfossi þar sem Listasafn Árnesinga var fyrst til húsa.

www.alvara.is/halldor

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn