Listamenn

Jóhannes S. Kjarval (1885-1972)

Jóhannes Sveinsson Kjarval fæddist í Efriey í Skaftafellssýslu en ólst upp í Geitavík í Borgarfirði eystra. Snemma einsetti hann sér að mennta sig í myndlist. Árið 1911 hélt hann til London og hugði á nám við Konunglega listaháskólann. Skólavistin varð ekki að veruleika en hann notaði tímann í London til að skoða söfn og mála. Hann hélt til Kaupmannahafnar og að loknu árs teikninámi við tækniskóla fékk hann inngöngu í Konunglega danska listaháskólann og brautskráðist þaðan 1917. Á námsárunum kom Kjarval oftast heim á sumrin og málaði. Að loknu námi ferðaðist hann um Norðurlönd og dvaldist einnig um hríð á Ítalíu. Síðar dvaldi hann líka um skeið í París. Árið 1922 fluttist Kjarval til Íslands og var mjög upptekinn af hlutverki sínu sem listamaður í samfélagi sem átti sér litla myndlistarhefð. Íslenskt landslag varð eitt af hans meginviðfangsefnum. Hann dvaldi langdvölum úti í náttúrunni og hafðist þá við í tjaldi og fullvann myndirnar ýmist úti undir berum himni eða á vinnustofu sinni. Kjarval beitti ýmsum stíltegundum jafnvel innan sömu myndar; málaði örþunnt eða kreisti þykkan litinn beint úr túpunni á strigann. Segja má að Kjarval hafi kennt Íslendingum að meta fegurðina í hrauni, mosa og skófum.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn