Listamenn

Kristinn Pétursson (1896-1981)

Kristinn fæddist á Bakka í Dýrafirði. Að loknu kennaraprófi frá Kennaraskólanum sótti Kristinn tíma í teikningu hjá Þórarni B. Þorlákssyni og einnig Guðmundi Thorsteinssyni (Mugg) áður er hann hélt til Noregs 1923 í listiðnaðarskólann í Voss þar sem hann nam í eitt ár en lauk síðan námi frá Listaakademíunni í Ósló 1927. Hann sótti einnig nám til Parísar og Kaupmannahafnar auk þess að ferðast víða um Evrópu, Egyptaland og Austurlönd nær. Hann settist að í Hveragerði árið 1940, í Bláskógum 6, þar sem hann kom sér upp rúmgóðri vinnustofu, en á þeim tima bjuggu í Hveragerði margir listamenn ýmissa miðla. Kristinn var tilraunagjarn og hann var ótvírætt einn af brautryðjendum í grafík, einkum þurrnálartækni. Eftir hann liggur allnokkurt safn málverka og höggmynda og stærsta safn verka hans er í eigu Listasafns ASÍ. Framan af voru verk hans raunsæisleg en eftir því sem á leið urðu þau huglæg, draumkend og táknræn. Kristinn var heimspekilega sinnaður og ritaði einnig ýmsar hugleiðingar um myndlist.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn