Listamenn

Bjarni H. Þórarinsson (1947)

Bjarni útskrifaðist frá nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans árið 1977 og hefur verið virkur þátttakandi í myndlistarlífinu æ síðan. Hann skapaði sér sérstöðu með því að þróa nýtt kerfi máls og mynda sem nefnist Vísiakademía og innan þess hafa orðið til mörg nýyrði og fræði svo sem sjónháttafræði og benduvísindi. Bjarni skilgreinir sig sem sjónháttafræðing og þegar hann kynnir verk sín heitir það sjónþing, en það er orð sem hann hóf að nota áður en Sjónþing Gerðubergs urðu til. Hann var einn af stofnendum Gallerís Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi og einn af stofnfélögum Nýlistasafnsins 1978.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn