Listamenn

Marko Mäetamm

Marko Mäetamm

Marko Mäetamm (f. 1965) lauk MA-námi frá Listaháskólanum í Eistlandi 1995. Hann vinnur verk sín ýmist sem ljósmyndir, skúlptúra, hreyfimyndir, málverk eða texta. Verk hans segja sögur sem gerast bakvið luktar dyr og glugga í því afskermaða einkarými sem við köllum heimili. Þar er hið gráa svæði kannað þar sem tvíræð tilfinning fyrir því að stjórna og vera stjórnað renna saman. Með svörtum húmor dregur Mäetamm upp mynd af samfélagi fjölskyldunnar og skoðar hvernig því er stjórnað af stærra samfélagi háð hagfræði, neyslustefnu og lífsgæða stöðlum enn stærra kerfis. Mäetamm á að baki fjölmargar bæði einka- og samsýningar víða um heim og bækur verið gefnar út um verk hans. Hann er kynntur af Temnikova & Kasela Galleríinu í Tallin og Nettie Horn Galleríinu í London. Mäetamm var fulltrúi Eistlands á Feneyjartvíæringnum 2007.
www.maetamm.net

Tiina Palmu

Tiina Palmu

Tiina Palmu (b. 1984) lauk BA-gráðu frá Listaháskólanum í Turku í Finnlandi 2012
og stundar nú meistaranám við Finnska listaháskólann í Helsinki. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum, þar á meðal Im12 í Huuto galleríinu í Helsinki 2013 og Aesthetics & Openings í Fafa galleríinu í Helsinki, 2014.

Mari Krappala

Mari Krappala

Mari Krappala (f.1958) er rithöfundur og fræðimaður um samtímalist. Hún er dósent í menningar- og feministafræðum við Aalto listaháskólann í Helsinki þar sem hún kennir listfræði og aðferðafræði rannsókna. Doktors rannsókn hennar fjallaði um ferli samtímalistar, ljósmyndun og heimspeki Luce Irigaray um siðfræði kynjamunar. Krappala vinnur líka sem sýningarstjóri með ýmsum sjálfstæðum þverfaglegum listahópum.
www.marikrappala.com

Anna Eyjólfsdóttir

Anna Eyjólfsdóttir

Anna Eyjólfsdóttir er fædd árið 1948. Hún stundaði námi við Myndlistaskóla Reykjavíkur á árunum 1986-88, og síðan við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1988-91, Listaakademíuna í Düsseldorf í Þýskalandi 1991-93 og Kennaraháskóla Íslands 1993-95. Anna hefur starfað að myndlist síðan og sýnt víða bæði innanlands og utan. Hún vinnur gjarnan stórar innsetningar þar sem hún fæst við ýmis minni sem og vensl lista við daglegt líf og notast þá oft við tilbúnar neysluvörur. Samhliða eigin listsköpun sinnti Anna einnig kennslu um tíma og var deildarstjóri skúlptúrdeildar Myndlista- og handíðaskólans í nokkur ár og síðar Listaháskóla Íslands í eitt ár. Hún hefur verið virk í félagsstörfum og var um tíma formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Undir hennar formennsku stóð félagið að nokkrum stórum útisýningum svo sem Strandlengjusýningin 1998 og 2000 og Firma '99. Anna var einn stofnanda Gallerí StartArt og rak það ásamt fleirum í rúm tvö ár, 2007-9.

www.annaeyjolfs.is

Birgir Snæbjörn Birgisson

Birgir Snæbjörn Birgisson

Birgir Snæbjörn Birgisson er fæddur árið 1966. Hann útskrifaðist sem stúdent af myndlistarbraut Menntaskólans á Akureyri og stundaði síðan nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1986-89. Hann sótti framhaldsnám við fjöltæknideild École des Arts Décoratifs í Strassborg í Frakklandi 1991-93. Birgir var einnig búsettur um tíma í London þar sem hann starfaði að myndlist en býr nú og starfar í Reykjavík. Hann stofnaði ásamt konu sinni Sigrúnu Sigvaldadóttur Gallerí Skilti 2007 sem sýningarvettvang við heimili þeirra að Dugguvogi 3 í Reykajvík. Birgir hefur verið mjög virkur í sýningarhaldi bæði hér heima og erlendis. Hann hefur lengi unnið með staðalímyndir út frá norrænu og ljóshærðu yfirbragði. Dæmi um slík verk eru myndraðirnar Ljóshærðir hjúkrunarfræðingar, Ljóshærðar starfsstéttir, Ljóshærð ungfrú heimur 1951-, Auðmýkt, Ljóshærðir listamenn og Ljóshærðir tónlistarmenn. Í verkum Birgis er að finna samfélagslega og pólitíska skírskotun.

www.birgirsnaebjorn.com / www.gallerysign.com

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn