Listamenn

Arngunnur Ýr 1962

Arngunnur Ýr 1962

Arngunnur fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1984 og hélt síðan til Kaliforníu þar sem hún lauk BA-gráðu í málaralist frá San Francisco Art Institute 1986. Hún var gestamnemi við Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam, Hollandi 1989-90 en snéri síðan aftur til Kaliforníu og lauk meistaragráðu í málaralist frá Mills háskólanum í Oakland 1992. Áður en Arngunnur nam myndlist lærði hún á þverflautu við Tónlistarskóla Kópavogs og Reykjavíkur og framhaldsnám við Halifax Concervatory .

Arngunnur býr í Kaliforníu og hér á landi og segist heima hjá sér á báðum stöðum. Á Íslandi vinnur hún oft sem leiðsögumaður þar sem hún gengur þá um fjöll og firnindi.

Arngunnur hóf feril sinn í nýja málverkinu en hefur þróað sig áfram í landslagsverkum síðustu tuttugu ár. Hún hefur fengið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín svo sem úr sjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur og 2005 hlaut hún Pollock-Krasner styrk. Þá hefur hún einnig notið listamannalauna frá íslenska ríkinu. Verk hennar hafa verið sýnd hér á landi, í Evrópu og Bandaríkjunum og verk eftir hana eru í eigu opinberra safna en einnig ýmissa stofnanna og hjá einkasöfnurum bæði hér á landi sem erlendis.

www.arngunnur-yr.com

 

 

Markús Þór Andrésson (1975)

Markús Þór Andrésson (1975)

Markús lauk meistaranámi í sýningarstjórnun frá Center for Curatorial Studies við Bard College í Bandaríkjunum 2007. Hann er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og hefur sem slíkur skrifað um myndlist auk þess að stýra heimildarmyndum og sjónvarpsþáttum um myndlist. Hann hefur sett upp fjölda sýninga hér heima og erlendis svo sem The End á Feneyjatvíæringnum 2009, Imagine Being Here Now, á Momentum-tvíæringnum um norræna samtímalist, 2011 og er listrænn stjórnandi Sequences-hátíðarinnar 2013.

Markús hefur áður verið sýningarstjóri í Listasafni Árnesinga á sýningunum Tívolí í Hveragerði 2005 og Þessa heims og annars; Einar Þorláksson og Gabríela Friðriksdóttir, 2007.

Markús Þór Andrésson (1976)

Markús Þór Andrésson (1975)

Markús lauk meistaranámi í sýningarstjórnun frá Center for Curatorial Studies við Bard College í Bandaríkjunum 2007. Hann er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og hefur sem slíkur skrifað um myndlist auk þess að stýra heimildarmyndum og sjónvarpsþáttum um myndlist. Hann hefur sett upp fjölda sýninga hér heima og erlendis svo sem The End á Feneyjatvíæringnum 2009, Imagine Being Here Now, á Momentum-tvíæringnum um norræna samtímalist, 2011 og er listrænn stjórnandi Sequences-hátíðarinnar 2013.

Markús hefur áður verið sýningarstjóri í Listasafni Árnesinga á sýningunum Tívolí í Hveragerði 2005 og Þessa heims og annars; Einar Þorláksson og Gabríela Friðriksdóttir, 2007.

Unnar Örn Jónasson Auðarson (1974)

Unnar Örn Jónasson Auðarson (1974)

Unnar Örn útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1999 og lauk meistaranámi við Listaháskólann í Malmö 2003. Í vinnu sinni leikur Unnar Örn sér gjarnan með staðreyndir sögunnar, gefur þeim samhengi og annað líf innan ramma myndlistarinnar. Þannig myndast svigrúm fyrir ólíkar tegundir frásagna sem greina og efast um þær opinberu og oft altæku sögur sem sagðar eru af stofnunum samfélagsins. Vald og valdakerfi eru honum einnig hugleikin og þá oft innan ramma þess sýningarstaðar sem hann vinnur á hverju sinni. Unnar Örn er ekki bundinn neinum miðli en á síðustu árum hefur hann makrvisst unnið bókverk, auk annars prentverks tengt sýningum sínum. Verk hans hafa verið sýnd víða á erlendum sem innlendum sýningarvettvangi samtímamyndlistar.  

Sólveig Aðalsteinsdóttir (1955)

Sólveig Aðalsteinsdóttir (1955)

Sólveig lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1978 og framhaldsnámi í N.Y. og Hollandi. Viðfangsefni Sólveigar eru gjarnan nærtæk og endurspegla hugleiðingar um tímann og efnið, söguna og minnið sem felst í efninu. Í skúlptúrum, teikningum sem og í ljósmyndum eru könnuð þau mörk sem felast í snertingunni við efnið og umbreytingu þess í myndverk. Auk þess að starfa að list sinni hefur Sólveig kennt í listaskólum og sinnt sýningarstjórnun. Verk hennar hafa verið sýnd víða á einkasýningum og samsýningum innanlands sem erlendis og verk hennar er að finna í safneign helstu listasafna landsins. 

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn