Listamenn

Huginn Þór Arason (1976)

Huginn Þór Arason (1976)

Huginn Þór útskrifaðist með BA-gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og MA-gráðu frá Akademie der Bildenden Künste í Vínarborg 2007. Í myndlist sinni fæst hann við afar fjölbreytta efnisnotkun og ýmsa miðla, en verk hans eru einföld í framsetningu og dansa sífellt á mörkum þess að vera gjörningar, skúlptúr og málverk. Í verkum sínum hefur Huginn Þór skapað eigin heim, þar sem fléttast saman barnsleg form, sem líkjast hlutum úr daglega lífinu, skærir litir og gjörningar, sem varpa ljósi á atferli fólks, persónulegan smekk og ákvarðanir.  Verk hans hafa verið sýnd á erlendum sem innlendum sýningarvettvangi samtímalistar. 

Hildigunnur Birgisdóttir (1980)

Hildigunnur Birgisdóttir  (1980)

Hildigunnur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003. Hún hefur ávallt byggt myndlist sína á tilraunakenndum vinnubrögðum, sem eru hvort tveggja í senn rökræn og síspyrjandi. Aðferðafræðin felst í viðsnúningi og útúrsnúningi hluta og hugmynda, leikjum með hlutföll og skala, reglur og kerfi, en helst er byrjað á öfugum enda eða af handahófskenndum byrjunarreit. Miðlar Hildigunnar eru jafnmargir og verkefnin sem hún tekur sér fyrir hendur og oftar en ekki upphafspunktur tilraunanna. Hildigunnur hefur síðustu ár tekið þátt í fjölda samsýninga sem og haldið einkasýningar víða um land. Hún hefur verið virk á ýmsum sviðum listarinnar m.a. tekið að sér hlutverk sýningarstjóra, ritstjórn og er einn af stofnendum bókverkaverslunarinnar og útgáfunnar Útúrdúrs.

Kristinn Pétursson (1896 - 1981)

Kristinn Pétursson (1896-1981)

Kristinn Pétursson var listamaður sem á sínum tíma naut takmarkaðrar hylli, en tímabært er að skoða feril hans nánar, einkum áhugaverðar tilraunir hans undir lok ferils síns sem og skrif hans um myndlist. Hvorugt kom fyrir sjónir almennings á meðan Kristinn var á lífi.

Kristinn var snemma ákveðinn í því að leita sér mennta og hneigðist að myndlist þrátt fyrir erfið ytri skilyrið svo sem veikindi og takmarkaðan myndlistaraðgang. Að loknu kennaraprófi frá Kennaraskólanum sótti Kristinn tíma í teikningu hjá Þórarni B. Þorlákssyni og einnig Guðmundi Thorsteinssyni (Mugg) áður er hann hélt til Noregs 1923. Þar nam hann fyrst eitt ár við listiðnaðarskólann í Voss en komst þá inn í Listaakademíuna í Ósló og lauk þaðan námi 1927. Í Noregi lagði Kristinn fyrst stund á höggmyndalist en snéri sér síðan að málverkinu og valdi þá framsækna deild Axel Revold. Kristinn kynnti sér líka grafík og vann eirstungur, fyrstur Íslendinga. Hann sótti nám til Parísar og Kaupmannahafnar, fór reglulega utan til þess að sjá helstu samtímalistviðburði auk þess að ferðast til að kynna sér listasöguna af eigin raun í Evrópu, Egyptalandi og Austurlöndum nær. 

Kristinn settist að í Hveragerði árið 1940 líkt og fleiri listamenn á þeim tíma. Þar byggði hann sér rúmgóða vinnustofu, Seyðtún, nú Bláskógar 6, sem var heimili hans síðustu 41 ár ævinnar en á þeim árum var hann hvað djarfastur í sínum tilraunum. Þar hélt hann sína síðustu sýningu árið 1954 en eftir það hélt hann sig til hlés og vann að verkum sínum í kyrrþey. Í verkum Kristins má sjá ýmsa stíla. Til að byrja með vann hann fígúratíf verk, landslag og sótti í þjóðlega arfleifð en stöðug þekkingarleit hans leiddi hann á nýjar slóðir.  Hann vildi þróa persónulegan stíl, fyrst í landslagsverkunum með áherslu á veðurfar, form og liti, þá tók við tímabil fantasíu og súrrealisma þar sem hann vann m.a. með skynjun og drauma. Síðar verða formtilraunir hans enn framsæknari, verkin óhlutbundin og hann fer einnig að vinna þrívíðar formtilraunir. Kristinn var heimspekilega sinnaður, ritaði dagbækur og skráði niður ýmsar hugleiðingar um myndlist.

Allnokkurt safn málverka og teikninga liggur eftir Kristin, en síðustu skúlptúrar hans – ef til vill þau verk sem helst myndu vekja forvitni í dag – eru með öllu horfnir. Stærsta safn verka hans er í eigu Listasafns ASÍ sem er samstarfsaðili Listasafns Árnesinga að sýningunni TÓMIÐ – Horfin verk Kristins Péturssonar.

Höfundar

Höfundar

Alfreð Flóki, Andrés Kolbeinsson, Anna Jóa, Anna Líndal, Anna Þórunn Hauksdóttir, Ásmundur Sveinsson, Baldur Geir Bragason, Benedikt Guðmundsson, Bility, Birgir Andrésson, Birgir Snæbjörn Birgisson, Brynhildur Pálsdóttir, Daníel Magnússon, Dieter Roth, Dóra Hansen, Dögg Guðmundsdóttir, Eggert P. Briem, Erla Sólveig Óskarsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Eyborg Guðmundsdóttir, Eyjólfur Jónsson, Gerður Helgadóttir, Gjörningaklúbburinn, Gler í Bergvík, Goform, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Guðjón Ketilsson, Guðjón Samúelsson, Guðmunda Andrésdóttir, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, Guðrún Einarsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Guðrún Margrét Ólafsdóttir, Guðrún Valdimarsdóttir, Gulleik Lövskar, Gunnar H. Guðmundsson, Gunnar Karlsson, Gunnar Magnússon, Gunnar Rúnar Ólafsson, Gunnlaugur Blöndal, Halldór Hjálmarsson, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Hildigunnur Birgisdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hjalti Geir Kristjánsson, Hrafnhildur Arnardóttir aka Shoplifter, Hrafnkell Birgisson, Hulda Hákon, Hörður Ágústsson, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Jóhannes S. Kjarval, Jón Haraldsson, Jón Ólafsson, Jónas Sólmundsson, Júlíana Sveinsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Katrín Ólína Pétursdóttir, Kristinn Brynjólfsson, Kristinn Pálmason, Kristín Jónsdóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Leifur Rögnvaldsson, Leir7, Magnús Axelsson, Magnús Pálsson, Manferð Vilhjálmsson, Nína Tryggvadóttir, Oddgeir Þórðarson, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Ólöf Nordal, Ólöf Oddgeirsdóttir, Ómar Sigurbergsson, Pétur B. Lúthersson, Pétur Thomsen (eldri), Ragna Róbertsdóttir, Ragnar Jónasson, Ragnar Kjartansson, Ragnheiður Jónsdóttir, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, Rikke Rützou Arnved, Rósa Gísladóttir, Róshildur Jónsdóttir, Sigga Björg Sigurðardóttir, Sigga Heimis, Sigríður Erla Guðmundsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, Sigurður Árni Sigurðsson, Sigurður Guðmundsson, Sigurður Már Helgason, Sigurhans E. Vignir, Sigurjón Jóhannsson, Sigurjón Ólafsson, Skarphéðinn Jóhannsson, Snæfríð Þorsteins, Stefán Jónsson, Sturla Már Jónsson, Svava Björnsdóttir, Sveinn Kjarval, Sæmundur Valdimarsson, Tinna Gunnarsdóttir, Valdimar Harðarson, Vík Prjónsdóttir, Volki, Þorkell Gunnar Guðmundsson, Þorvaldur Skúlason, Þór Vigfússon, Þórarinn B. Þórláksson, Þórdís Zoëga og Þórunn Árnadóttir.

Anna Jóa

Anna Jóa

Anna lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og meistaragráðu frá listaháskólanum ENSAD í París árið 1996. Hún nam síðar listfræði við Háskóla Íslands. Anna hefur haldið fjölda einkasýninga á verkum sínum auk þess að taka þátt í samsýningum á Íslandi og erlendis. Hún rak sýningarrýmið Gallerí Skugga um tíma, hefur verið sýningarstjóri og sinnt ritstörfum. Hún starfar nú sem myndlistargagnrýnandi og stundakennari í listfræði við Háskóla Íslands.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn