Listamenn

Elísabet V. Ingvarsdóttir

Elísabet V. Ingvarsdóttir

Elísabet er með meistarapróf í hönnunarsögu frá Kingston University í London en áður lauk hún námi í innanhúsarkitektúr frá The North London Polytechnic og starfaði við það í mörg ár. Síðustu ár hefur Elísabet kennt við hönnunarbraut Tækniskólans og verið stundakennari við Listaháskóla Íslands auk þess sem hún hefur sett upp og sýningarstýrt sýningum um hönnun, nú síðast farandsýningunni Íslensk samtímahönnun sem sett var upp í sex löndum. Elísabet hefur einnig sinnt ritstörfum og haldið fyrirlestra um hönnun.

Amund

aMuNd sjØlIe sVeeN

(norskur, f. 1973)
www.amundsveen.no

Amund Sveen er slagverksleikari, tónskáld, gjörninga- og hljóðlistamaður. Hann er meðlimur í norsku tónlistar- og leikhússamtökunum NING og þjóðlagahljómsveitinni SLAGR. Árið 2009 samdi hann föstu hljóðinnsetninguna Horisont fyrir Sama háskólann í Kautokeino í Noregi. Hann hefur einnig tekið þátt í Barentshátíðinni og Pan Barentz sýningunni 2009-2010.

DECONSTRUCTING IKEA, 2009

Í þessu verki kannar Sveen hljóðauðgi venjulegrar neysluvöru líkt og matardisks úr IKEA. Eftir því sem diskurinn molnar eykst hljóðuppsprettan. Eyðilegging hins efnislega hlutar er uppbygging hljóðhlutans. Fyrir utan að deila á neysluhyggju og hnattvæðingu vísar þetta verk í náttúruna eða alheiminn, þegar hvítu diskarnir sem minna á tungl og plánetur víkja hægt og rólega fyrir dreifðum brotum sem fela í sér myndir af brotnum ís, stjörnubjörtum himni og óræðum vetrarbrautum.


(Norway, b. 1973)

Amund Sveen is a percussionist, composer, performance and sound artist. he is a member of the norwegian music theatre collective ning and the contemporary folk music group Slagr. in 2009 he made the sound installation Horisont to be permanently displayed in the Sami University college in Kautokeino, norway. he has also participated in the Barents festival and in the Pan Barentz exhibition 2009-2010.

DECONSTRUCTING IKEA, 2009

This work investigates the richness of sounds in an ordinary consumer object such as an IKEA plate. as the plate is gradually destroyed, the sound material becomes richer. The destruction of the physical object is the construction of the sound object. Beyond the consumerism and globalization criticism, this installation has the quality of evoking nature or the cosmos, as the moon or planet-like white plates in the beginning gradually give place to scattered pieces reminiscent of broken ice, starry skies and strange galaxies.

Elín Øyen Vister

ELIN ØYEN VISTER

(norsk, f. 1976)
http://childofklang.com

Child of Klang heitir réttu nafni Elin Øyen Vister og er hljóðlistamaður, tónskáld og plötusnúður. Hún hefur búið á eyju við norðurströnd Noregs frá árinu 2009 og unnið að hljóðupptökum utandyra, hljóðinnsetningum, tónsmíðum og spuna. Aðalverkefni hennar í augnablikinu, Soundscape Røst, fjallar um sjófugla í útrýmingarhættu við Lofoten.  Hún lítur á hljóð sem skúlptúrískt form í verkum sínum og kannar sambandið á milli hljóðumhverfis og lifandi vera (manna, dýra og náttúru).

LEIKIÐ Á RITU, GAGNVIRK HLJÓÐINNSETNING, 2012

Ritan er smávaxinn og fágaður mávur og er á lista norðmanna yfir fuglastofna í útrýmingarhættu. Söngur hennar er fallegur, furðulegur, ákafur og mjög músíkalskur. Elin hefur unnið níu af hljóðum ritunnar og með því að hreyfa hendur sínar og líkama fyrir framan stafina geta gestir „spilað“ hljóðin hennar og skapað sína eigin tónlist. Hljóðin sem myndast eru í staccato stíl og minna á hvernig nútíma danstónlist notast við unnin hljóð með endurtekningum og myndar þannig skrykkjóttan takt.


(Norway, b. 1976)

Child of Klang, aka Elin Øyen Vister, is a sound artist, composer and dj. Since 2009, she has been living on an island off the coast of Northern Norway, working on field recordings, sound installations, compositions and live improvisation. Her main current project, Soundscape Røst, deals with the endangered pelagic seabird population on the Røst archipelago (Lofoten). Through her works she looks upon sound as a sculptural element and studies the relationship between sound environments and living organisms (humans, animals and nature).

PLAY THE KITTIWAKE, 2012

The kittiwake is a small and elegant gull species placed on the Norwegian red list as its population is dramatically decreasing. Its vocalisation is beautiful, strange, intense and most of all very musical. The artist has edited 9 of its sounds. By moving hands and body in front of the letters, visitors can ”play” on the kittiwake sounds and create their own music. The sound created is quite staccato and reminiscent of the way contemporary dance music treats sampled sounds by repeating phrases and thus creating stabbing rhythms.

Jessie Kleemann

JESSIE KLEEMANN

(grænlensk, f. 1959)

IBEN MONDRUP

(dönsk/grænlensk, f. 1969)
http://ibenmondrup.dk

Jessie Kleemann er gjörningalistamaður, skáldkona og listmálari. Hún hefur komið fram jafnt á alþjóðlegum vettvangi sem í afskekktustu þorpum á Grænlandi og er reglubundinn gesta-úlfur í alþjóðlega gjörningalistamannahópnum The Wolf in the Winter (vetrar-úlfurinn). Iben Mondrup er rithöfundur, sýningarstjóri og listamaður, uppalin á Grænlandi. Á meðal verka hennar er bókin De usynlige grønlændere (ósýnilegu grænlendingarnir) (2003) sem fjallar um tungumál, menningu og sjálfsvitund dönskumælandi grænlendinga. Hún hefur bæði stýrt og tekið þátt í fjölmörgum sýningum á grænlenskri list. Listakonurnar eru báðar brautryðjendur í notkun hljóðs og gjörninga í grænlenskri sjónlist.

SASSUMA ARNAA / MÓÐIR HAFSINS, VÍDEÓ, 2012

Í þessum gjörningi nota Jessie Kleemann og Iben Mondrup endurvarp hljóðs og líkama til að mynda það sem þær vilja nefna „menningarlegt DNA”. Kjarni allra menningarsamfélaga – inúítískra, evrópskra, asískra og annarra – eru síendurteknir munnlegir og líkamlegir gjörningar byggðir á helgisiðum og goðsögnum. Hrynjandi og endurtekning virðast vera algild en framkvæmd á mismunandi hátt, háð tíma og rúmi. Mondrup og Kleemann fara með áhorfendur sína að kjarna menningarheims sem hefur enga sértæka staðsetningu.


(Greenland, b. 1959)


(Denmark/Greenland, b. 1969)


Jessie Kleemann is a performance artist, poet and painter. She has performed internationally as well as in the most remote villages in Greenland, and is a regular guest-wolf of the international performance artists-group the Wolf in the Winter. Iben mondrup is a writer, curator and artist raised in Greenland. Among her writings is De usynlige grønlændere [the invisible greenlanders] (2003), a book about language, culture, and identity among mainly Danish-speaking Greenlanders. She has both curated and participated in several exhibitions of art from Greenland. Both artists are pioneers in using sound and performance in Greenlandic live visual art.

SASSUMA ARNAA / MOTHER OF THE SEA, 2012

In this performance, Jessie Kleemann and iben mondrup use sound and body feedback to form what they call "the cultural DNA". The core of all cultures—Inuit, European, Asian or any other—is the manifestation of repetitive oral and physical performances based on ritualized mythology. rhythm and repetition seem to be universal, though carried out differently depending on the time period and space. Mondrup and Kleemann take their audience to the core of a culture without a specific location.

Goodlepal

Goodlepal 

(færeyskur, f. um 1970) http://en.wikipedia.org/wiki/Goodiepalwww.denfri.dk/2011/10/the-way-of-thehardcore-2/

Goodiepal, eða Parl Kristian Bjørn Vester, eða „the Århus Warrior", er umdeildur dansk-færeyskur tónlistarmaður og tónskáld. Hann hefur haft áhrif á þróun nútímatónlistar með því að kafa djúpt í tölvutækni og fjölmiðlalist. Hann heldur fyrirlestra um Radical Computer Music (róttæka tölvutónlist), sem er þó ekki gerð af tölvum heldur fyrir tölvur og hugsuð sem vinarhót í garð þeirra og gervigreindarinnar sem búist er við að þróist út frá þeim. Goodiepal ferðast eingöngu um á sérútbúnu reiðhjóli sem gerir honum kleift að framleiða nægilegt rafmagn fyrir fyrirlestra sína. Þannig nálgast hann vélina sjálfa auk þess að gera tilraunir með transhúmanisma.

THE GÆOUDJI SYGNOK SCROLLS, 2012

Á þessar handskrifuðu pappírsrúllur er rituð eiginhendi saga Goodiepals af róttækri tölvutónlist. Hann skilgreinir sig sem menningarlegan tölvuþrjót og SYGNOK er nafnið á hópi slíkra aktívista.

(Faroe islands, b. in the 1970s)

 

Goodiepal, or Parl Kristian Bjørn Vester, or the "Århus Warrior", is a controversial Danish/Faroese musician/composer. He has influenced the course of modern music through radical excursions into computer technology and media art. Goodiepal performs and lectures about Radical Computer Music, a music notated, not by computer networks but for computer networks, as a gesture towards the machine and the artificial intelligence expected to develop from it. He only travels by his special bicycle, which enables him to produce the electricity needed for his lectures, thus getting closer to mechanics and experimenting with transhumanism.

THE GÆOUDJI SYGNOK SCROLLS, 2012

These handwritten paper scrolls are Goodiepal’s personal history of Radical Computer Music. SYGNOK is a name of a hacker group and the artist defines himself as a cultural hacker.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn