Listamenn

Halldór Úlfarsson

HALLDÓR ÚLFARSSON

(íslenskur, f. 1977)
www.halldorulfarsson.info.

Dórófónar eru raf-akústísk strengjahljóðfæri þróuð af listamanninum Halldóri Úlfarssyni. Hljómur dórófóna næst með því að enduróma strengjunum á stýrðan máta. Dórófónar hafa hægt og bítandi verið lagaðir að öllum helstu eiginleikum sellós.

TÓNSMÍÐ FYRIR DÓRÓFÓN #5, 2009

Í þessu myndbandi flytur tónskáldið og sellóleikarinn Hildur Guðnadóttir tónsmíð sína fyrir Dórófón #5 á tveimur gjörólíkum stöðum, Friðriksborgarkastala í Hilleröd og Fabrikken for kunst og design í Kaupmannahöfn. Verkið var framleitt með hjálp FAIR styrktarverkefnisins á vegum Fabrikken.

MÍM FYRIR ÓMENNSKA

EINSTAKLING: STÚDÍA, 2012

Í þessari stúdíu, pantaðri af HORIZONIC, kannar halldór möguleikann á samtali milli dýrategunda. Vegna hinna einstöku einkenna söngs hnúfubaka eru þeir tilvalin dýrategund til að taka mannlegt mím (menningarlega hugmynd) inn í sönghefð sína. Dórófónn er notaður sem miðill fyrir þessi skilaboð því hann hljómar stundum eins og hvalir. Halldór fór á sjó veturinn 2012 með samstarfsaðilum frá ýmsum stöðum á íslandi til að kanna hvort mögulegt væri að gera þetta að veruleika. Áframhaldandi vinna er í gangi við verkefnið.

(Iceland, b. 1977)

Halldorophones are electro-acoustic string instruments being developed by visual artist Halldór Úlfarsson. The sound of halldorophones is achieved with a controlled use of feedback on the strings. Halldorophones have gradually been adapted to all the major characteristics of a cello.

COMPOSITION FOR

HALLDOROPHONE #5, 2009

Video featuring Icelandic composer/cellist Hildur Guðnadóttir performing a commissioned composition for Halldorophone #5in two distinct locations: Frederiksborg castle in Hilleröd and the Factory of Art and Design in Copenhagen. The work was produced with the support of the FAIR residency program.

MEME FOR NON-HUMAN

PERSONS. STUDY, 2012

In this study commissioned by HORIZONIC, Halldór Úlfarsson investigates the possibility of inter-species communication. Due to the unique character of humpback-whale song-culture they make ideal candidates to be offered a human meme (cultural-idea) into their vocal tradition. Halldorophone is used as medium for this message because, sometimes, the instrument sounds a little like whales. In winter 2012 Halldór made excursions to sea with collaborators in different parts of Iceland, investigating the practical possibilities of achieving this. The project is an on-going work.

Catrin Andersson

CATRIN ANDERSSON

(sænsk, f. 1974)
www.catrinandersson.nu

Miðlar catrinar andersson eru hljóð, vídeó, ljósmyndir, innsetningar og teikningar. hún vinnur oft með vísindamönnum því í hljóðverkum hennar koma fram náttúruleg fyrirbrigði, t.d. ísjakabrestir, sem mannseyrað nemur ekki.

ÞARNA ÚTI
(Í ÞESSUM HEIMI), 2010

Innblásturinn að þessari ljósmynda- og hljóðinnsetningu kom frá vísindalegu hljóðsjársetri og geimrannsóknarmiðstöð á Svalbarða en þar var catrin við hljóðritun árið 2008. Þrátt fyrir að þögnin virtist grúfa yfir öllu myndaði hin sterka rafsegulgeislun frá stöðinni taktfasta ókyrrð sem catrin hljóðritaði. Í myndum hennar er ísinn eins og marglaga skorpa sem hylur jarðveginn og leiðir í ljós loftbólur og svart karbónít frosið á milli laga. Listamaðurinn líkir þessu við „að ganga á þunnu gleri með himingeiminn undir fótum þér.”

HANDAN SJÓNDEILDARHRINGSINS
(ÁSTAND), 2010

Þessar ljósmyndir kanna áhrif myrkurs (líkt og íbúar Svalbarða upplifa fjóra mánuði ársins), lokaðra rýma og manngerðra híbýla í útgeimi eða neðansjávar. Andlitin sýna hvernig heimskautanóttin gæti bendlast í sumum tilfellum við Solipsism heilkennið. Lýsandi fyrir það heilkenni er aðskilnaður frá raunveruleikanum – einstaklingurinn kemst í hugarástand þar sem veruleikinn kemur að innan og minningar um hinn skynjaða alheim verða óraunverulegar eða draumkenndar.

(Sweden, b. 1974)


Catrin andersson is an artist who uses sound, video, photographs, installations and drawings as media. She often collaborates with scientists since her soundworks capture natural phenomena, such as an iceberg breaking, which normally cannot be perceived by the human ear.

OUT THERE
(IN THIS WORLD), 2010

This photo and sound installation is inspired by a scientific radar facility and space research centre on the island of Svalbard, Northern Norway, where the artist made audio recordings in 2008. Although silence seemed to permeate everything, the strong electromagnetic radiation emitting from the facility created the pulsating disturbances that she recorded. in her images, the ice is like a crust covering the ground in several layers, revealing air bubbles and black carbon frozen in the thickness. The artist compares it to "walking on a thin glass surface with outer space under your feet."

BEYOND THE HORIZON
(STATE), 2010

These photographs investigate the influence of total darkness (such as experienced during four months on Svalbard), enclosed spaces and artificial habitats in deep space or under water. Her faces show how the polar night may be implicated, in some cases, in the Solipsism syndrome. This psychiatric condition is characterised by a detachment from reality— a state of mind in which a person begins to feel that all reality is internal, and reminiscences of the perceived universe are unreal or only exist in a dream state.

Dodda Maggý

DODDA MAGGÝ

(íslensk, f. 1981)
www.doddamaggy.info

Um leið og hún kannar hið tilfinningalega tungumál tónlistar og myndbanda skapar Dodda Maggý lýrísk verk sem sýna ósýnilega og hugræna hluti í líkingu við skynjunartengdar upplifanir eða breytt meðvitundarstig. Hvort sem verk hennar byggjast á hljóði eða hljóðlausum myndum leitast þau við að draga fram innri víddir drauma, minninga og ímyndunar.

DECORE (AURAE), 2012

Fyrir þetta hljóðlausa myndband tók dodda maggý upp myndskeið eins og um hljóðupptöku væri að ræða. hún fangaði gróður í blóma og endurvann myndirnar, fjarlægði bakgrunninn, raðaði þeim aftur saman og myndaði lífræn form með því að nota speglun og raða myndunum ofan á hverja aðra aftur og aftur. Tónlistarlegur bakgrunnur Doddu Maggýjar hefur mikil áhrif á hvernig hún nálgast vídeógerð sína. Hið myndræna viðfangsefni er hér byggt á tímasetningu, takti og flæði líkt og um tónverk sé að ræða. Verkið er án hljóðs en litir, hreyfing og hrynjandi tengja það tónlistarlegri upplifun.

 

(Iceland, b. 1981)

While exploring the emotional language of video and music mediated through performance, Dodda Maggý creates lyrical works portraying invisible or mentally projected elements such as perceptual experiences and altered states of consciousness. Her purely sound-based work or silent moving images attempt to externalize the internal dimensions of dreams, memories and imagination.

DECORE (AURAE), 2012

For this silent video projection, Dodda Maggý recorded images as if she were making an audio field recording. She captured flowering plants and then resampled the images, removing them from the background, rearranging them back together, creating organic forms with mirror effects and layering them on top of each other again and again. The way she approaches video in her practice is very much influenced by her musical background. This visual object is composed as a song, in terms of timing, rhythm and flow. The work is silent but feels musical through colour, movement and rhythm.

Åsa Stjerna

ÅSA STJERNA

(sænsk, f. 1970)
www.asastjerna.se

Vinna Åsu Stjerna beinist aðallega að tíma og rúmi með tengingu við náttúruna í borgarumhverfinu. margrása hljóðinnsetningar hennar efla og ýkja staðartilfinningu með því að vekja félagslegar og sögulegar vísanir.

SKÖPUNARFERLI CURRENTS (STRAUMA), 2011

Rannsóknarteymi í tengslum við veðurfræðistofnun Stokkhólmsháskóla rannsakar breytingar á flæði sjávar í golfstrauminum í þeim tilgangi að mæla bráðnun norðurpólsins. Í samvinnu við þetta teymi er Stjerna í sambandi við mælikerfi í Norður-Atlantshafsstrauminum við Færeyjar. Hún umbreytir þessum straumi upplýsinga með listrænum hætti til að skapa hljóðgerð byggða á stefnu golfstraumsins. Í september 2011 var sett upp innsetningin Currents (Straumar) í óperuhúsinu í Osló með 18 hátölurum sem sendu út hljóð þessarar hreyfingar í rauntíma.


(Sweden, b. 1970)

Åsa Stjerna’s works are mainly concerned with the experience of time and place, closely associating notions of nature in relation to the urban environment. Her multi-channel sound installations reinforce and amplify a sense of place, invoking social and historical associations.

DOCUMENTATION OF CURRENTS, 2011

In order to measure the melting of the north pole, a research team connected to the institute of meteorology at Stockholm University is investigating the changes of water flow in the Gulf Stream. Stjerna collaborates with them on a system operating in the North Atlantic Stream outside the Faroe Islands. She intends to artistically transform this flux of information to create a sonification based on the course of the gulf Stream. In September 2011 the context-specific sound installation Currents was set up in Oslo opera house, with 18 loudspeakers transmitting this motion in real-time.

Kristín Björk Kristjánsdóttir

KRISTÍN BJÖRK KRISTJÁNSDÓTTIR

(íslensk, f. 1977)
http://kirakira.is

Kristín Björk, eða Kira Kira, er tónskáld og myndlistarkona. Hún er ein af driffjöðrum tilraunaeldhússins sem var vettvangur fyrir tilraunir í tónlist og útgáfu er lagði áherslu á samstarf og samruna listmiðla.  Kira Kira spratt upp úr þessari hreyfingu og hefur anda hennar enn að leiðarljósi; blíðan, svartan húmor og ljóðrænan gáska þar sem sambandið milli framsækinnar hljóðlistar við aðra listmiðla er í brennidepli.  Hún semur tónlist fyrir leikhús, kvikmyndir, dansverk og myndlist auk þess að flytja verk sín á alþjóðlegum vettvangi.  Frumraun hennar sem handritshöfundar og leikstjóra, kvikmyndin Amma Lo-Fi, er nýkomin út og fer nú á milli kvikmyndahátíða víða um heim.

OUT OF PLACE / ÚR STAÐ - EDEN, 2012

Kristín Björk fagnar ótroðnum slóðum.  Hún finnur staði í umhverfinu sem eru yfirgefnir, vanræktir eða á einhvern hátt særðir og blæs í þá lífi. Ljósgeislum, bjarma kvikmynda eða hljóðum er leyft að þjóta um annars gleymd, þögul rými, þyrla upp rykinu og sleikja sárin. Fyrir HORIZONIC velur Kristín staði utan sýningarinnar og myndar tengsl milli þátíðar og nútíðar, sýningarinnar og umhverfisins.  Verkið er óformlegt framhald á hljóðverkaseríu hennar fyrir turna, sem hún hefur unnið með frá því árið 2002.  Fyrir Listasafn Árnessýslu hefur Kristín Björk unnið hljóðverk til minningar um fuglana tvo sem brunnu inni þegar Eden varð eldi að bráð. Það ómar um rústir Edens, þessa fyrrum áfangastaðar ísbíltúra fjölskyldunnar á sunnudögum.

(Iceland, b. 1977)

Kristín Björk, alias Kira Kira, is a composer and an audio/visual artist. She is a founding member of Kitchen motors, a label and a collective based on musical experiments, creative collaboration and the merging of art forms. Kira Kira sprang from this collective and to this day works with their ethos at heart—a spirit of playfulness, exploring the relationship between experimental music and visual arts. She composes music for theatre, film, dance creations and art installations as well as performing music internationally.  Debuting as director and screenwriter, Kristin’s first feature film Grandma Lo-fi – The Basement Tapes of Sigridur Nielsdottir is just out and touring film festivals around the world.

OUT OF PLACE, 2012

Kristin Björk enjoys going off the beaten track, breathing life into abandoned or derelict spaces. Beams of light, warm film flickers or sounds are sent surging through silent places of dusty abandon. For HORIZONIC she intervenes in places outside of the exhibition, creating a link between past and present, the exhibition and its environment.  This continues the artist’s series of sonic pieces in towers that she has been developing since 2002. For LÁ Art museum she has created a sound piece in memory of two birds that burnt inside an old restaurant called Eden.  The sounds soar through the rubble of Eden, in the remains of a place that once was a go-to for Sunday ice cream rides with the family.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn