Listamenn

JBK Ransu (1967)

JBK Ransu

JBK Ransuer fæddur 1967 í Reykjavík. Hann nam myndlist í Hollandi við myndlistarakademíuna í Enschede, AKI (Akademie voor Beeldend Kunst) árin 1990 – 1995 og var hálft ár gestanemi við listaháskólann í Dyflinni á Írlandi. Frá því hann lauk námi hefur hann ekki einungis stundað myndlist af kappi heldur einnig skrifað gagnrýni og fjölda greina um myndlist auk þess að vera sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og kennt málun við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Ransu hefur tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis og einkasýningar hans eru orðnar á þriðja tug. Hann er einn af stofnendum Gullpenslanna og hefur sýnt reglulega með þeim. Ransu hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og starfslaun úr launasjóði myndlistarmanna. Árið 2007 fékk hann eftirsóttan starfsstyrk frá The Krasner-Pollock foundation í New York og árið 2002 viðurkenningu úr Listasjóði Dungals. Þá var hann fyrstur íslenskra listamanna til að taka þátt í hinni virtu alþjóðlegu vinnustofu ISCP (International Studio and Curatorial Program) í New York árið 2006. Verk hans eru í eigu helstu safna landsins.

Davíð Örn Halldórsson (1976)

Davíð Örn Halldórsson

Davíð Örn Halldórssoner fæddur í Reykjavík 1976 og nam myndlist við Listaháskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist úr grafíkdeild árið 2002. Hann hefur haldið fjölda sýninga og á að baki óvenju kröftugan feril. Á meðal einkasýninga má nefna; Prag bíennalinn í Tékklandi 2011, Hvar er klukkan í Hafnarborg og Væmin natúr og dreki í 101 projects 2009, Absalút gamall kastale í Gallerí ágúst 2008, Quadro Pop í Safni 2007, Sjáðu alla grænu fokkana í Banananas Gallerí 2005 og samsýningarnar Ljóslitlífun í Listasafni Reykjavíkur 2010, The Saga Spirit Alive í Trygve Lie Gallery í New York, Hérna í Hangart-7 í Salzburg , Nói át- No way out í Nýlistasafninu í Reykjavík 2007, Pakkhús Postulanna í Listasafni Reykjavíkur 2006, Grasrót í Nýlistasafninu 2005, og í Dalsåsen í Noregi 2004, þar sem Davíð Örn dvaldi í gestavinnustofu fyrir listamenn. Hann hefur hlotið starfslaun listamanna og árið 2008 hlaut Davíð Örn hæsta styrk úr hinum virta Listasjóði Dungal.

Ólöf Nordal (1961)

Ólöf Nordal (1961)

Ólöf lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1985 og meistaragráðu í myndlist frá Cranbrook-listaakademíunni í Bloomfield Hills og frá skúlptúrdeild Yale-háskólans í New Haven í Bandaríkjunum 1993. Hún stundaði einnig nám við Gerrit Rietvelt-akademíuna í Amsterdam. Frá námslokum hefur Ólöf verið mjög virk í sinni listsköpun og á að baki fjölda samsýninga og einkasýninga austan hafs og vestan. Hún hefur hlotið ýmsar viðurklenningar svo sem úr Listasjóði Dungals, Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur og Höggmyndasjóði Richard Serra. Ólöf er höfundur ýmissa útilistaverka og minnisvarða á opinberum vettvangi og má þar nefna Geirfuglinn í Skerjafirði, Bríetarbrekka, sem er minnisvarði um Bríeti Bjarnadóttur og innandyra verk eins og Vitid ér enn – eda hvat? í Alþingishúsinu og altarisverk Ísafjarðarkirkju, Fuglar himinsins.

www.olofnordal.com

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir (1963)

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir (1963)

Aðalheiður lauk námi frá Myndlistaskólanum á Akureyri 1993. Frá námslokum hefur hún verið virkur myndlistarmaður og tekið þátt í sýningum bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur einnig sinnt ýmsum myndlistartengdum störfum svo sem kennslu í listasmiðjum og skólum. Frá árinu 2000 hefur Aðalheiður verið þátttakandi í Dieter Roth-akademíunni og það ár var hún einnig bæjarlistamaður Akureyrar. Hún vinnur einkum þrívíð verk en hefur einnig verið með gjörninga. Vinnustofa og heimili Aðalheiðar er í Freyjulundi við Eyjafjörð.

www.freyjulundur.is

Daníel Þ. Magnússon (1958)

Daníel Þ. Magnússon (1958)

Daníel sótti menntun í Véltækniskólann og Tækniskóla Íslands áður en hann innritaðist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, þaðan sem hann útskrifaðist 1987. Hann vann um tíma sem aðstoðarmaður Jóns Gunnars Árnasonar myndhöggvara. Daníel hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis og hefur einnig unnið leikmyndir fyrir sjónvarp, leikhús, tónlistarmyndbönd og kvikmyndir.

www.danielmagnusson.net

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn