Listamenn

Hulda Hákon (1956)

Hulda Hákon (1956)

Hulda Hákon útskrifaðist frá nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1981 og frá skúlptúrdeild School of Visual Arts í New York árið 1983. Hulda hefur haldið fjölmargar einkasýningar og verk hennar hafa verið sýnd víða um heim svo sem á Norðurlöndunum, öðrum löndum Evrópu, Bandaríkjunum og Kína. Nokkur verka hennar hafa verið sett upp á opinberum vettvangi bæði hérlendis og erlendis. Hulda býr og starfar í Reykjavík en hún hefur einnig verið með vinnustofur í Kína og Vestmannaeyjum.

Guðjón Ketilsson (1956)

Guðjón Ketilsson (1956)

Guðjón útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1978 og fór þá í framhaldsnám við Nova Scotia College of Art and Design í Kanada þaðan sem hann lauk námi 1980. Guðjón hefur fyrst og fremst unnið sem skúlptúristi en fengist líka við það að myndlýsa bækur. Hann hefur sýnt mjög víða bæði austan hafs og vestan en einnig í Ástralíu. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína svo sem Menningarverðlaun DV árið 2000. Hann á víða verk í opinberri eigu hérlendis og erlendis og er höfundur verksins Hvernig gengur ... ? frá árinu 2004 á Seyðisfirði. Það er minnisvarði um komu sæsímastrengsins þangað fyrir 100 árum sem kom Íslandi í beint samband við umheiminn. Nýlega var gefin út vegleg bók um hann að tilhlutan Listasjóðs Dungals.

www.this.is/gudjonketilsson

Birgir Andrésson (1955-2007)

Birgir Andrésson (1955-2007)

Birgir útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1977 og frá Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi 1979. Við upphaf ferils síns vann Birgir við umbrot blaða og bóka meðfram myndlistinni en frá síðari hluta níunda áratugarins vann hann eingöngu að sinni myndlist. Birgir hélt tugi einkasýninga og tók þátt í fjölda samsýninga, bæði hérlendis sem erlendis bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann er einn af stofnendum Nýlistasafnsins 1978 og frá 1986 rak hann gallerí heima hjá sér á Vesturgötunni. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1995. Birgir lést árið 2007. Bók um Birgi eftir Þröst Helgason bókmenntafræðing er nýkomin út.

Bjarni H. Þórarinsson (1947)

Bjarni H. Þórarinsson (1947)

Bjarni útskrifaðist frá nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans árið 1977 og hefur verið virkur þátttakandi í myndlistarlífinu æ síðan. Hann skapaði sér sérstöðu með því að þróa nýtt kerfi máls og mynda sem nefnist Vísiakademía og innan þess hafa orðið til mörg nýyrði og fræði svo sem sjónháttafræði og benduvísindi. Bjarni skilgreinir sig sem sjónháttafræðing og þegar hann kynnir verk sín heitir það sjónþing, en það er orð sem hann hóf að nota áður en Sjónþing Gerðubergs urðu til. Hann var einn af stofnendum Gallerís Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi og einn af stofnfélögum Nýlistasafnsins 1978.

Kristinn Pétursson (1896-1981)

Kristinn Pétursson (1896-1981)

Kristinn fæddist á Bakka í Dýrafirði. Að loknu kennaraprófi frá Kennaraskólanum sótti Kristinn tíma í teikningu hjá Þórarni B. Þorlákssyni og einnig Guðmundi Thorsteinssyni (Mugg) áður er hann hélt til Noregs 1923 í listiðnaðarskólann í Voss þar sem hann nam í eitt ár en lauk síðan námi frá Listaakademíunni í Ósló 1927. Hann sótti einnig nám til Parísar og Kaupmannahafnar auk þess að ferðast víða um Evrópu, Egyptaland og Austurlönd nær. Hann settist að í Hveragerði árið 1940, í Bláskógum 6, þar sem hann kom sér upp rúmgóðri vinnustofu, en á þeim tima bjuggu í Hveragerði margir listamenn ýmissa miðla. Kristinn var tilraunagjarn og hann var ótvírætt einn af brautryðjendum í grafík, einkum þurrnálartækni. Eftir hann liggur allnokkurt safn málverka og höggmynda og stærsta safn verka hans er í eigu Listasafns ASÍ. Framan af voru verk hans raunsæisleg en eftir því sem á leið urðu þau huglæg, draumkend og táknræn. Kristinn var heimspekilega sinnaður og ritaði einnig ýmsar hugleiðingar um myndlist.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn